Hérna er allmennur vígslugrunnur, gott fyrir skáta sem þurfa að læra það (allir skátar þurfa að vita) og ef þið vitið ekki hvar skal leita, sleppið því þá og lesið hérna. Eftirfarandi efni er tekið af síðu skátafélagsins Hraunbúar.
Vígslugrunnur
1. Þekkja upphaf og sögu skátahreyfingarinnar
Í ágúst árið 1907 safnaði Baden-Powell, breskur hershöfðingi sem kominn var á eftirlaun, nokkrum drengjum saman í útilegu á eyjunni Brownsea við Ermarsund. Baden Powell tók síðan að gefa út hefði undir heitinu Scouting for Boys með hugmyndum um tómstundarstarf fyrir drengi. Innan skamms voru þúsundir drengja og nokkrar stúlkur farin að starfa eftir hugmyndum Scouting for Boys. Þetta var upphafið að skátahreifingunni en hún telst stofnuð árið 1908.
Árið 1912, 2. nóvembre, var stofnað fyrsta skátafélagið á Íslandi, Skátafélag Reykjavíkur. Skátafélagið Væringjar var stonað á sumardaginn fyrsta árið 1913 og var það innan vébanda KFUM. Síðan halda íslenskir skátar daginn hátíðlegan. Fyrsta skátafélagið fyrir stúlkur, Kvenskátafélag Reykjavíkur, var stofnað 7. júlí 1922. Eiginkona Baden Powell, Olave, hafði skipulagt skátastarf fyrir stúlkur þegar í ljós kom að stúlkur vildu ekki síður taka þátt í skátastörfum en drengir. Íslenskir skátar, stúlkur og piltar, sameinuðust í einu bandalagi árið 1944 og var það fyrsta sameiginlega skátabandalagið í heiminum.
Nú eru margar milljónir skáta starfandi víðsvegar um heim. Allir eiga það sameiginlegt að vilja stunda útivist, bjarga sér sjálfir, hjálpa öðrum og játast undir skátaheitið um að gera skyldu sína við guð og ættjörðina, hjálpa öðrum og halda skátalögin.
2. Kunna og skilja:
a) Skátalögin
b) Skátaheitið
c) Kjörorð skáta
Skátalögin:
1. Skáti segir ávallt satt og stendur við orð sín.
2. Skáti er traustur félagi og vinur.
3. Skáti er hæverskur í hugsunum, orðum og verkum.
4. Skáti er hlýðinn.
5. Skáti er glaðvær.
6. Skáti er öllum hjálpsamur.
7. Skáti er tillitssamur.
8. Skáti er nýtinn.
9. Skáti er snyrtilegur í umgengni og ber virðingu fyrir eigum annarra.
10. Allir skátar eru náttúruvinir.
Skátaheitið:
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess
að gera skyldu mína við guð og ættjörðina,
að hjálpa öðrum
og að halda skátalögin.
Kjörorð skáta:
Ávallt viðbúinn.
3. Kunna bræðralagssönginn og kvöldsönginn.
Bræðralagssöngurinn:
Vorn hörundslit og heimalönd
ei hamla látum því,
að bræðralag og friðarbönd
vér boðum heimi í.
Nú saman tökum hönd í hönd
og heits þess minnumst við,
að tengja saman lönd við lönd
og líf vort helga frið.
Kvöldsöngur skáta:
Sofnar drótt, nágast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
4. Þekkja nöfnin á:
Forseta Íslands: Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Forsætisráðherra Íslands: Geir H. Haarde. Skátahöfðingji Ísland: Margrét (?)
( þetta er miðað við þær upplýsinar sem seinast voru vitaðar. )
5. Kunna fyrsta erindi þjóðsöngsins.
Lofsöngur
Ó, Guð vors lands! Ó, lands vors Guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár.
Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Sem tilbiður guð sinn og deyr.
Matthías Jochumson
6. Þekkja reglur um íslenska fánann og meðferð hans. Hafa dregið fána að húni.
Hinn almenni þjóðfáni Íslendinga er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.
Litirnir í fánanum tákna: Blátt táknar himinblámann, hvítt snævi þakta jöklana og rautt eldinn í iðrum jarðar.
Fáninn má aldrei snerta jörð.
Flagglínan skal vera vel strekkt svo að fáninn liggi þétt upp að stönginni.
Aldrei má draga tvo fána á sömu stöng.
Fánann skal geyma á vísum og öruggum stað. Ekki má draga fána á stöng ef hann er upplitaður, óhreinn, trosnaður eða skemmdur. Annað hvort á að lagfæra fánann strax eða brenna hann.
7. Kunna þrjá skátahnúta.
Alltaf er gott að kunna þessa hnúta:
* Réttan hnút
* Fánahnút
* Hestahnút
8. Þekkja skátabúninginn og kunna skil á merkjum sem á honum eiga að vera.
Skátabúningur íslenskra skáta:
Ljósblá skátaskyrta með tveimur brjóstvösum og axlaspælum, eða dökkblá peysa með áprentuðu merki Bandalags íslenskra skáta.
Vínrauð þríhyrna sem borin skal um hálsinn og tekin saman með hnút. Dökkar buxur eða dökkt pils.
Sem yfirhöfn má nota dökkbláan flísjakka með merki bandalagsins.
Einkennismerki skáta:
Merki BÍS er borið fjóra sentimetra yfir vinstri brjóstvasa.
Merki alþjóðabandalaga skáta er borið yfir hægri brjóstvasa í sömu hæð og merki BÍS.
Staðar- og eða skátasambandsmerki er borið efst á hægri ermi, ásamt deildar-, sveitar- og/eða flokksmerki.
Viðurkenningar- og mótsmerki má bera á vinstri upphandlegg en þó aldrei fleiri en tvö.
9. Kunna skátakveðjur.
Skátar heilsast með handabandi vinstri handa. Með hægri hendi er heilsað með þremur uppréttum fingrum. Skátakveðjurnar eru þrjár:
Heilkveðja, þegar höndin er borin upp að enninu. Notuð þegar skátar heilsast og kveðjast, t.d. við lok kvöldvöku.
Hálfkveðja, þegar höndin er í axlarhæð. Notuð þegar skáti vinnur skátaheit sitt.
Fánakveðja, þegar handleggurinn er réttur fram og upp að fánanum. Notuð þegar fáninn er dreginn að húni eða tekinn niður.