Hvað er svo heitast í haust?
Alvöru hardcore öndunarfatnaður verður heitur í haust, og þá sérstaklega Gore-Tex XCR. Einnig hef ég trú á því að nýju 3 laga Cintamani gallarnir verið vinsælir, þó ég hafði nú ekki skoðað þá nákvæmlega.
Alskegg er að koma inn og á eflaust eftir að vera meira hipp og kúl eftir því sem líður á hausið.
Meðal skáta eru gúmmískórnir það alheitasta í dag, en þeir eru einmitt besti skátamótsskóbúnaður sem til er, þó tevurnar verði nú seint slegnar út.
Og svo kemur listi yfir annað sem er inn, en kannski ekki það allra heitasta:
Ull - hvort sem er sokkar eða nærföt.
Windpro fleece - 80-90% vindhelt fleece án filmu
Tevur – verða alltaf inn
Bjánalegar húfur
Aðsniðnar fleece peysur – sérstaklega 66North
Boxer og naríur úr gerviefnum
Oklay og Ray Ban sólgeraugu
Göngustafir (stillanlegir, stafgöngu/kraftgöngustafir eru bara fyrir malbiksfólk, ekki alvöru útivistarfólk)
gúmmískór hvítbotna, annað er flaming…
er að detta út:
Soft-shell jakkar
Hvað er út? Þetta er nú svipað og það sem var út í vetur og sumar
Windstopper – er á mörkum þess að vera dottið úr tísku
Power-strech nærföt – heldur svitanum ekki nógu vel úti
Samfestingar
Hlífaðarbuxur í skærum litum
Rússkinsskór
Gallabuxur
Lopapeysur – kannski í tísku, en alls ekki í útivistartísku
Fóðraður utanyfir fatnaður
Flíssokkar
Illa sniðnar flíspeysur
Bómull – bara eins og hún leggur sig
2-laga öndunarföt – ágætt innanbæjar
Derhúfur með beinu deri
Skyrtur
Legghlífar
Svo við förum í merkin þá held ég að Cintamani muni endurheimta frægð sína með nýju 3 laga jökkunum. Annars hefur merkjatískan ekki breyst mikið.
Svo eru það klippingar og því um líkt sem kóróna lúkkið.
Maður á að vera hvítur á veturna, svo brúnkan er eiginlega að detta út. Þó í lagi ef hún er ekta, maður á ekki að vera brúnn annars staðar en í framan og á höndunum. Tevuför eru reyndar alltaf inni líka, en þau verða að vera ekta.
Málaðar stelpur eru alltaf asnalegar í útivist, það breytist ekkert.
Snoðklippingin er ennþá það allra heitasta í hári útivistarpilta og náttúrulegur hárlitur hjá stúlkunum. Ekkert gervidót takk!
Skeggið var glóandi heitt í sumar og verður áfram fram á haust, en dæmi eru um menn sem hafa ekki rakað sig síðan um páska. Það verður nú gott fyrir þá þegar það vera að kólna almennilega!
Og aftur; hafið í huga, að ef dótið úr efnum frá Gore, Scholler, Polartech og fleiri þekktum framleiðendum, þá er dótið venjulega gott.
Og ef það er gott, þá er það líka töff ;)
Baldur Skáti