Hæ þarna. Áðan var fyrsti sveitarfundur Riddara í Hraunbúum á þessum vetri.Ég ætla að lýsa þeim fundi aðeins og segja smá frá Riddurum.

Fundurinn byrjaði bara með því að allir mættu sem mæta áttu. Sveitaforingi Riddara,og þar með talið sveitarforinginn minn, tók mig og vin minn á tal því við höfðum óskað eftir að fá að taka við flokki. Hann sagði okkur að við mættum stjórna flokki af nýjum Riddurum sem eru nýkomnir í sveitina.Svo fóru allir inn í salinn í Hraunbyrgi. Við reyndum að koma okkur fyrir (Flokkurinn Minkar var með svo mikil læti að það var frekar erfitt). Svo vorum við allir kallaðir í skeifu og fundurinn var settur af Árna aðst. Sveitarforingja. Við komum okkur í flokkaraðir og ég og vinur minn tókum/fengum nokkra nýliða í flokkinn. Allir flokkarnir fengu það verkefni að finna fundartíma. Við gerðum það, svo fengum við það verkefni að finna eitthvað skemmtilegt að gera í vetur. Við gerðum það og á meðan kynntumst við aðeins nýju flokksmeðlimunum. Svo endaði þetta allt saman vel, fundinum var slitið af Árna aðst. Sveitarforingja. svo fóru allir heim.

Svona fór fyrsti fundurinn. En hérna eru smá upplýsingar um Riddarana:

Sveitarforingi: Simmi
Aðstoðarsveitarforingi: Árni

Flokkar þetta árið:

Bjórar - flokksforingjar- Jónas T. og Stefán S.
Kastalabúar -
Minkar - Konráð
Ránfuglar -
Drekar - Kristófer
Krossfarar- Reynir


Ert þú á aldrinum 11-14 ára? Viltu verða skáti/Riddari? Hafðu þá samband- ekki hika við það, því þetta er frábær skemmtun á verði sem er þess virði að taka.(ATH:verð er ekki mjög hátt)

Sigmar Örn Arnarson 821-2587 sigmar@hraunbuar.is Sveitarforingi

Árni Hermannsson 692-8587 arni@hraunbuar.is Aðstoðarsveitarforingi

Hraunbyrgi: sími-565-0901


Sértu ekki orðinn 11 ára en villt samt vera í skátastarfi geturðu farið í ylfingana,en til þess þarftu að vera orðinn 9 ára.

- - - - - - - -

berist einhverjar spurningar ekki hika við að spyrja.