Föstudaginn þann 14 júlí 2006 lögðu 4 ungmenni 2 menn á besta aldri og 2 gamalmenni af stað í svaðilför mikla. Ferðinni var heitin upp á öræfi, lónsöræfi nánar tiltekið. Þetta byrjaði allt saman þegar ellimenni mikið (einar) sem komst ekki með í ferðinna af sökum aldurs stakk upp á því að við færum í gönguferð á Lónsöræfin. Ég (Ottó) ákvað því að taka það að mér að skipuleggja þessa svaðilför enda var gamalmennið hann Einar gjörsamlega óstarfshæfur vegna slæmrar liðagigtar í hægri kjálkalið og gat ekki komið upp stöku orði en það er nú allt önnur saga. Ég smalaði semsagt saman þessu myndarlega hópi og á farardegi lét hópurinn fagri svona út:
Ungmennin fjögur: Styrmir hinn sterki
Rut hin galvaska
Helga hin röska
Eva hin síþreytta
Módel tvö: Ottó hinn snöggi
Fúsi hinn fagri
Ellismellir tveir: Gylfi hinn halti
Hjördís hin ofvirka
Þar sem íslensk ungmenni eru ávallt fátæk og allir peningarnir okkar fúsa voru fastir í fjárfestingum út í hinum stóra heimi ákváðum við að láta gamalmennin splæsa í bílana og fórum við því af stað á tveim bílum eftir vinnu þennan umtalaða föstudag. Við vorum ekki lengi á ferðinni til að byrja með því ellismellunum tveim var orðið svo íllt í fótunum eftir alla keyrsluna. Við stoppuðum því á Selfoss og keyptum okkur tvo lambaleggi og héldum svo ferðinni áfram. Ferðin gékk sosum ágætlega fyrir sig en þá kom þetta alveg aftan að mér, ég var í mínum mestu rólegheitum að horfa út um gluggann og sá annars þessa myndarlegu kú í hlíðinni fyrir neðan eyjafjallajökul en þá vildi Eva endilega halda því fram á kúin væri með fax, við komumst því að þeirri niðurstöðu að þarna væri á ferðinni ný dýrategund og við skýrðum hana því fjallafaxabelju. Ekki leið á löngu þar til Eva ákvað að sýna en fremur fram á snilli sína í líffræði og sagðu allt í einu upp úr þurru, vá sjáið hvað kindin þarna er hvít, hún vildi endilega halda því fram að þetta væri hvítasta kindin á íslandi en við vorum hálf efins og endaði þetta allt saman með því að Gylfi sagði okkur kynæsandi sögu af fallegustu kind sem hann hefur séð en hún slapp víst úr greipum hans hér forðum daga upp á heiði.
Eins og sönnum Íslendingum sæmir stoppuðum við svo hjá jökulsárlóni og virtum fyrir okkur alla ísmolana sem flutu þarna á lóninu en Eva virtist ekki hafa mikinn áhuga á þessu náttúru undir og ákvað frekar að virða alla húsbílana á stæðinu fyrir sér, svo hrökk allt í einu upp úr henni, hey þarna er fólk sofandi í dótinu sínu. Þá rann það upp fyrir okkur að Eva er óhemju ljóshærð og því nokkuð víst að fjallafaxabeljan sé bara venjulega belja og að hvítasta kindin á íslandi sé ekki út á skítugu túni á suðurlandi.
Restin af ferðinni austur gékk áfallalaust og komum við í sumarbústaðinn hennar Rutar um 12 leitið. Við byrjuðum á því að skella dúknum á trampólínið sem var þarna og hoppuðum og skoppuðum um tíma síðan fórum við inn og skoðuðum gönguleið morgundagsins og lögðumst svo til hvílu. Úúú rúmið var unaðsleg 
Daginn eftir vöknuðum við flest um 8 leitið að Hjördísi frátalinni en hún þjáðist víst af svefnleysi um nótina en það hrjáir víst mörg gamalmenni. Hún ákvað því að taka sér smá rúnt um morguninn áður en við vöknuðum og virtist svo vita allt um aðstæður þegar við keyrðum af stað seinna um morguninn. Planið þennan dag var að keyra frá sumarbústaðnum hennar Rutar að göngubrúnni við Eskifell. Keyrslan gékk áfallalaust fyrir sig en Gylfi var kannski á heldur litlum bíl í þetta (Ford Escape) en hann komst samt leiðar sinnar. Stefnan var að ganga frá göngubrúnni upp í múlaskála og tjalda þar, sú gönguleið er um 12-14 km. Gangan gékk nokkuð vel fyrir sig og útsýnið í jökulsárgljúfrinu var vægast sagt mikilfenglegt. Hópurinn var ekki mjög samheldinn og sumir áttu það til að fara smá á undan hópnum en við komum nú samt öll á áfangastað á sama tíma. Um kvöldið ræddum við plön næsta dags yfir dinner en við ákváðum að víkja frá fyrri áætlun um að labba áleiðis yfir í skyndidal og ákváðum frekar að eyða tveim dögum hjá múlaskála og umhverfi hans og fara svo með rútunni til baka á mánudeginum. Eftir matinn var teiti í tjaldinu hans gylfa en fólk fór hægt og bítandi að tínast inn í sín tjöld og ofan í poka enda allir þreyttir eftir göngu dagsins.
Við byrjuðum sunnudaginn á morgunmat og síðan löbbuðu allir saman yfir í Múlaskála en hann var í um 2 km fjarlægt frá tjöldunum okkar. Áætlunin var að taka púlsinn á skálaverðinum. Þegar í múlaskála var komið kom í ljós að púlsinn á skálaverðinum var frekar lár enda var enginn skálavörður á staðnum. Flestir nýttu sér tækifærið og losuðu saur í unaðslegna vatnsklósetið sem var þarna, eftir góðan félagsskít ákváðu ég, hjördís, styrmir og helga að taka smá gönguferð í átt að Rauðhömrum en við misstum víst af beygjunni á göngustígnum sem fór að Rauðhömrum en það var ekkert verra því leiðinn sem við lentum á skartaði því glæsilegast útsýni sem ég fékk í ferðinni og ekki eyðilegði veðrið fyrir en það vor sól og smá gola. Þessi gönguferð endaði semsagt með 10 km hring upp á Víðibrekksker. Allur hópurinn kom síðan saman hjá tjöldunum um 7 leitið og eldaði saman ljúfengt pasta. síðan fífluðumst við fram eftir kvöldi og fórum að sofa.
Það kom í ljós á sunnudeginum að rútan færi klukkan 13:30 og því ákváðu göngugarparnir frá deginum áður að vakna klukkan sjö um morguninn til þess að ná að labba upp á kollumúla áður en rútan færi. þetta gékk mjög vel fyrir sig en við fórum mjög hratt yfir og vorum léttbúin. Þegar við vorum komin í um 800 m hæð þá skall á blindaþoka og allt í einu gengum við fram á fullt af stikum og sleggju, þar höfðu stikunarmennirnir greinilega gefist upp. Við gengum aðeins lengra en ákváðum síðan að það væri til lítils að komast á toppinn ef maður sæi svo ekki úr augunum þannig að við snerum bara við og löbbuðum til baka. Við komum tímaleg niður að tjöldunum og náðum að pakka og komast í rútuna á réttum tíma. Við létum rútuna keyra okkur áleiðis að bílunum og löbbuðum síðana restina en það var um 5 km ganga. Þegar að bílunum var komið var dótinu hent í skottið og brunað upp í sumarbústaðinn hennar Rutar þar sem við grilluðum lambaleggina tvo sem við keyptum á Selfossi á leiðinni austur. Maturinn var mjög góður og á meðan við lágum á meltunni spiluðum við póker. Um miðnætti brunuðum ég, Glfi, Eva og Fúsi í bæinn því Gylfi þurfti að fara í aðgerð daginn eftir. Restinn af hópnum gisti í sumarbústaðnum og keyrði í bæinn á þriðjudeginum.
Svona endaði ferðin og ég vill þakka öllum þeim sem í henni voru fyrir góða tíma og að lokum vill ég þakka móður náttúru fyrir góða veðrið sem við fengum og fallega landið sem við löbbuðum á.
kv. Ottó Ingi