Þetta byrjaði allt á því að við mættum eldhress niður á BSÍ snemma um morguninn. Við tókum rútu út á flugvöll og flugum til Köben, tókum lest til Gautaborgar og svo strætó þangað sem við áttum að gista.
Um kvöldið var síðan þessi magnaða og heita sundferð í stöðuvatni þar sem ég fór á kostum með heljarstökki af einhverju stökkbretti sem var þarna.
Á laugardeginum var stefnan tekinn á bæinn. Það var byrjað í einu ömurlegasta molli sem ég hef farið í og labbað svo til Liseberg.
Í Liseberg, sem er tívolí, var planið að fara í öll tækin sem geta drepið þig en við byrjuðum á Lisebergbannen, svo fórum við í kanóa og blotnuðum, fórum svo í geðveikt leiðinlegt tæki þar sem maður snérist bara í hringi, svo ákváðum við að fá eitthvað kikk og enduðum í Balder sem er stæsti eða næststærsti trérússibani í heimi með fkn 70° brattri brekku. Jonni öskraði eins og lítil smástelpa en við leyfðum honum ekki að ráða og fórum í uppskot og fallturn, svo mistum við okkur alveg og fórum í kanonen sem fer frá 0 uppí 75 km/klst á 2 sek. Svo fórum við í þetta líka svala þrívíddarbíó og draugahúsið sem var snilld. Svo þurftum við að fara heim og sofa.
Á sunnudeginum tókum við lest á mótið. Við skráðum okkur inn hjá rugluðum í Svíum og fórum að sofa.
Á mánudeginum byrjaði dagskráin sem við völdum okkur tvem vikum áður að fullu og það myndaðist stemming.
Á þriðjudeginum voru allir blautir vegna rigningar og sváfu sem mest eða voru inná kaffihúsinu sem var þarna á mótinu.
Á miðvikudaginn var svo hiXke sem er stór póstaleikur eða náði allan daginn, svo grillveisla handa öllum og ball á eftir.
Á fimmtudeginum var bara venjuleg dagskrá aftur. Það var kvöldvaka sem var ömurleg svo nokkrir krakkar fóru niður á svæði 5 á kvöldvöku og lærðu ”leikinn”. OHH ÉG TAPAÐI Í LEIKNUM! Enn aðrir horfðu á bíómynd um geðveikan kall og talandi páfagauk eða voru inni í Singstar.
Á föstudaginn var bara slappað af í sólini og tjaldbúðin tekin niður. Drångener spiluðu, vá það var gaman.
Og á lauardaginn voru svo allir kvaddir með faðmlagi farið með rútu og lest til Våxjö.
Í våxjö fórum við á strönd og niður í bæ og í bíó á Pirates of the Caribbean 2 .
Ég vill þakka öllum Landnemunum sem voru þarna og Hömrunum fyrir góða ferð.
stjórnandi á /skátar