
Dalkot er semsagt höllin á mótir skíðaskálum í hveradölum, að vísu hefur dalakot átt slæm ár núna undanfarið en vitið menn. Hún er skráð í extream makeover og það líður ekki að löngu þar til að flottasti skáli Íslands verður orðin flottasti skátaskáli norðan alpafjalla. Í dalakoti er hægt að finna allt sem ungir skátar girnast, klettar í gömlu grjótnámuni, stórt óslétt tún þar sem hægt er að fara í ýmsa leiki, hellisheiðina fyrir hvað action sem er, unaðslega breiðar kojur sem hægt er að kúra í og síðast en ekki síst strippsúlu, ó já dróttskátar þið lásuð rétt skálinn inniheldur strippsúlu.
En því miður tekur paradís ekki á móti fólki í bili vegna viðgerða en það má alltaf semja við áhugasama.
Í alvöru talað þá er dalakot hvíti skálinn á móti skíðaskálanum í hveradölum. Hann er ekki til útleigu í augnablikinu nema fyrir áhugasama, því eins og áður sagði er hann í makeover. Hann er hitaður upp með gasi og hefur svefnpláss fyrir alveg 50 manns. Ef ykkur finnst gaman í legó þá getið þið vel komið 357 manns inn ef þið raðið vel, en ég mæli samt ekki með mikið fleiri en 50 manns. Skálinn er á tveim hæðum, á neðri hæðinni er eldhús, geymsla, kompa sem er verðandi klósett annars er líka til staðar unaðslegur útikamar, anddyri matsalur og svo auðvita stiginn upp á efri hæðina þar sem er stór svefnsalur, foringjaherbergi og að sjálfsögðu gangur þar á milli.
Skálaverðir eru Ottó, Viktor og Fúsi og það er hægt að komast í samband við mig í síma 6918666 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.