Núna í sumar verður Nordjamb haldið á íslandi í þriðja skiptið í röð. Þetta er alvöru alþjóðlegt dróttskáta og róvermót sem engin ætti að láta framhjá sér fara.

Ég vil taka það fram að ég hef lítið sem ekkert að gera með þetta mót, annað en það að ég vil ekki að þið missið af þessu.

Þetta mót er nefnilega tær snild. Alveg eins og að vera á erlendu skátamóti þar sem megnið af þátttakendum eru erlendir skátar. Verður ekki mikið betra mót fyrir 15-30 ára hér heima.

Sumir vilja meina að þetta sé dýrt mót. En því er ég alls ekki sammála. Kostar bara svipið og landsmót. Og er miklu meira og betra mót. En þetta byggist upp á því að velja sér ferð eða dagskrá sem er í 5 daga, og þar ferðast maður með sínum hóp um landið í þeirri dagskrá sem maður hefur valið, og kynnist því fólkinu mjög vel. Þetta er allt valið fyrir einstaklingin, en ekki hóp svo það er enn meira gaman og auðveldra að kynnast fólkinu. Svo enda allir hóparnir á Úlfljótsvatni það er það er stanzlaust partý í heila helgi! verður ekki betra.

svo mætið á þetta mót! það hafa komið alltof fáir íslendingar undan farin 2 mót. Ég fór síðast og þetta er LANG besta skátamót sem ég hef farið á. Ég mana ykkur margfalt til þess að mæta. Ég verð allavega þarna eiturhress, og alls ekki á kantinum heldur einhvers staðar fyrir miðju!!!

Það er engin ástæða nógu góð til að láta þetta mót framhjá sér fara.

nánar um mótið hér:
http://www.scout.is/nordjamb
Baldur Skáti