Sæl SkátaHugarar
Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði hafði verið eins frá því ég man eftir mér. Það var messa í Hafnarfjarðarkirkju, skrúðganga að skátaheimilnu þar hægt var að taka þátt í víðivangshlaupi á vegum íþróttafélaganna eða fá sér kaffi og með því í skátaheimilinu. Það voru tvær ofursystur hér í Hraunbúum sem sáu hvað þetta var leiðinlegt til lengdar.
Þær létu því hendur standa fram úr ermum og skipulögðu virkilega góða skáta-hátíðarhöld fyrir sumardaginn fyrsta sem var nú um daginn. Gengið var fylgtu liði (skrúðganga) úr skáta- og blómamessu úr Víðistaðakirkju og niður á Thorsplan við fjörð. Þar höfu þær í samráði við fleiri Hraunbúa skipulagt skátadagskrá.
Dagskráin samanstóð af næstum 20 póstum. Allt frá fánapósti að kassaklifri. Póstarnir voru mjög vinsælir og mikið af fólki var samankomið. Að sjálfsögðu var líka svið á staðnum með hinum ýmsu skemmtikröfum, skátum, leikskólakórum, Snorra-Idol og Ronju Ræningjdóttur svo eitthvað er nefnt.
Við sáum líka um vöfflu og nammisölu á svæðinu.
Þetta er nú svona hugmynd hvað skátafélög geta gert til að lífga uppá sumardaginn fyrsta í sínu bæjarfélagi :)
En hvað segið þið, hvernig er þetta í þínu bæjarfélagi?