Ég var 9 ára þegar ég byjaði í skátunum, Víkverjar hét félagið mitt sem síðar sameinaðist Heiðabúum. Ég var óreynd í ferðalögum og í raun ósjálfbjarga stelpa.
Hvað er að vera skáti, til hvers er það..hjálpar það? Öllum þessum spurningum mínum var svarað næstu ár og líklega komandi ár. Ég komst að því að vera skáti er í raun ekkert öðruvísi en að vera heilsteypt manneskja í nútímasamfélagi. Eins og ég sagði var ég frekar ósjálfbjarga en þegar fór að líða á starfið komst ég að því að svo var ekki. Ég lærði helling. Starfið byggði mig upp sem sterkan einstakling, frábæra manneskju og endalaust lífsglaða.
Móðir mín er ekki þessi útivistartýpa og faðir minn er látinn, það var hinsvegar hann sem var útivistartýpan. Þess vegna gekk ég í skátana, til að vera eins og öll hin börnin sem áttu báða foreldra sína og fóru í ferðalög..hafa gaman og sofa í tjaldi. Þetta eignaðist ég í skátunum. Fara í ferðalag, sofa í tjaldi, grilla, syngja og elska/virða náttúruna.
Þegar ég vígðist sem skáti fannst mér það gífurlega spennandi. En í raun..á viðkvæmasta aldri átti ég í hættu á að bregðast skátunum og hætta. Ég gerði það ekki, sem betur fer. En skátafélagið mitt brást mér. Það lofaði vissu persónulegu atriði fyrir mig en stóð ekki við það. Ég hefði með sanni átt að hætta en ég gerði það ekki. Svo hér er ég, Skáti.
Dróttskáti..þvílík gleði, spenna og geðveiki.. ekki séns að missa af því!!
Búin að læra margt á skátunum. Fór erlendis með vinum mínum á Evrópumót í Englandi 2005, er að fara á Alheimsmót 2007.
Ef ég hefði ekki farið í skátana, hvernig manneskja væri ég þá?
Skátastarf er að mínu mati ein besta uppbygging sem persóna upplifir og eignast. Ég sé ekki eftir neinu og er stolt af því að geta sagt að ég sé skáti, það er eitthvað svo virðingavert.
Skátarnir hafa eins og áður sagði veitt mér margt sem ég fékk ekki í barnæsku minni og hvet ég alla til að prófa.. ;) sérð ekki eftir því!
Bandalag Íslenskra Skáta greinir skátastarf og markmið þess á réttan hátt, hreinn sannleikur
Skátahreyfingin hefur sett sér það að markmiði að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.
Með því að tala um að veita einstaklingum þroska, er átt við það að hver maður býr yfir fjölmörgum eiginleikum sem unnt er að rækta og þróa.
Skátahreyfingin leggur áherslu á að skátar verði sjálfstæðir einstaklingar, sem venjast á að bera ábyrgð á því sem þeim er falið, læra að bera ábyrgð á eigin gerðum með markvissri þjálfun. Læri að meta, rökræða og taka afstöðu til mála. Venjist því að vinna með öðrum og virða skoðanir annarra. Virða jafnan rétt allra manna og skilja þjóðfélagslega samábyrgð allra þegna landsins.
Þakkir eiga þó Lord Baden Powell, Bandalag Íslenskra Skáta og vinir mínir:)
Einu sinni skáti, ávallt skáti!
Takk fyrir!