Þessa grein miða ég algerlega við skáta, og þannig verða þær allar.
Það eru til nokkrar gerðir af svefnpokum og hér koma flokkar þeirra og útskýringar á því hvering svefnokar passa best fyrir mismunandi aðstæður. En byrjum á að skoða einingar. Svefnpokar eru nefnilega mælir eftir nokkrum mismunandi atriðum. Það sem vegur þyngst eru hitamörkin.
Hámarkskuldaþol: Það hitastig sem maður á að geta sofið við, jafnvel klæddur í pokanum og án þess að líða sérstaklega vel, sem sagt skjálfa svolítið. Þetta er það sem fólk á venjulega við um þegar það kallar svefnpoka eitthvað eins og mínus 30, mínus 15 osfv.
Þægindamörk: Hitastig, venjulega ákveðið bil, sem fólki á að líða vel í pokanum á nærfötunum. Dæmi fyrir poka sem hefur hámarkskuldaþol mínus 10 gráður, þá væru þægindamörkin kannski mínus 3 til plús 18.
Innipokar/sumarútilegur
Innipokar eru þeir svefnpokar sem eru innan við -10 í hámarkskuldaþol. Ég kalla þá inni af því að þeir eru ekki nothæfir utandyra nema yfir hásumarið. En þetta eru oft þægilegir pokar, með mjúkri bómull að inna. En eiga því alls ekki heima í neinni alvöru útivist. Pokar í þessum flokki fást venjulega í rúmfatalagernum, og svo ódýrari útgáfur af þekkari merkjum.
Þessir pokar henta oft fyrir fjölskyldu fólk sem fer bara í útilegu yfir hásumarið og gengur ekki með þá í bakpoka. Þeir henta einnig ágætlega fyrir yngri skáta eða ylfinga, fyrir skátamót og útilegur í upphituðum húsum.
Merki í þessum flokki: Vango, Marmont, MacKinley, og svo kannski High Peak
Léttir göngupokar.
Pokar sem eru innan við c.a. 1200 g. Kuldaþolið ekkert svakalegt, -12 er eitthvað sem maður sér oft á léttum dúnpokum. Ég myndi mæla með dún í þessum flokki, dún er einfaldlega bara léttari miðað við einangrun, ennþá allavega þar sem fiberpokar eru alltaf að verða betri og betri. Alls ekki vera hrædd við þjóðsöguna um dúnpoka og bleytu. Ég er búinn að komast það því að nútíma dúnpoka þarf að missa ofan í vatn og hann þarf að vera þar í góða stund ósamanpakkaður til að blotna í gegn og missa einangrunina.
En léttir göngupokar eru eitthvað sem eru bestir í gönguferðir að sumri til, alger óþarfi að kaupa svona léttan poka ef maður ætlar ekki að hafa hann í bakpokanum. Því maður fær alveg jafn hlýjan poka fyrir mikið minna, bara ef hann er þyngri og tekur meira pláss.
Merki í þessum flokki: Vango, Mountain Equitment (oft best buy), Nort Face, Mountain Hardware, Marmont, MacKinley…
Skálapokar
Veit ekki alveg hvað á að kalla þennan flokk, en pokar sem eru – 15 eða hlýrri, en eru samt frekar þungir, 2 kg eða meira. Eitthvað sem virkar ágætlega í illa upphituðum skálum og þess háttar, en ekki til að vera með í bakpokanum. Svo þetta myndi henta vel í jeppaferðir, og skátaferðir í kalda skála þar sem maður labbar ekki langt að skálanum. Svona eins og í Þrym, Kút og Þrist, svo ég taki einhver dæmi. En ekki misskilja mig, ég veit að þessir skálar verða hlýjir þegar það er búið að kynda, en ansi kaldir svona fyrst. Öss, ég gleymdi næstum Dalakoti :/
Þessir pokar eru þá oftast úr fiber, og geta meira að segja verið úr mjög góðum fiber, en það miðast allt við kuldaþol miðað við þyngd.
Merki í þessum flokki: Vango (oft best buy), Mountain Hardware, North Face, Marmont… gæti haldið áfram í allt kvöld. Ajungilak ef þið viljið borga óþarflega mikið fyrir þungan poka…
Vetrarpokar
Pokar sem eru nógu hlýjir til að sofa utandyra að vetri til, og eru samt nógu léttir til að maður nenni að bera þá. Þó mega þessir pokar alveg vera um eða yfir 2 kg, þar sem maður þarf alltaf töluverða fyllingu til að ná pokanum nógu hlýjum. Hér á það sama við, dúnn er venjulega betri. Kannski svolítil trúarbrögð í þessu en það er bara eitthvað sem fólk þarf að vega og meta, fiberpokar eru venjulega aðeins ódýari en aftur á móti oftast þyngri líka.
Í vetrarpokum er ég að tala um í það minnsta -20 í hámarkskuldaþol þó myndi ég mæla með hlýrra ef fólk ætlar eitthvað að sunda tjaldútilegur að vetri til, þar sem pokar rýrna með aldrinum.
Merki í þessum flokki: Mountain Equitment (oft best buy), Nort Face, Mountain Hardware, Force Ten og margt fleira.
En þegar velja á svefnpoka eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga;
Athuga með fyllinguna er hún fiber/dúnn?
Hvering fiber? Hversu mörg göt eru í honum, eða er hann miro-fínþráða. Götin segja til um að hversu mikil einangrun er í fibernum. En fiber eru trefjaþærðir sem eru venjulega með göt í gegnum sig. Í þessum götum er kyrrstætt loft sem myndar einangrun. Í ódýrari er það 1 gat, svo 3, 5 og 7. Og svo eru líka til extra fínir þræðir sem eru ekki með gati heldur eru það fínir og margir að einangrunin myndast á milli þeirra.
Hvering dúnn? Hlutfall af fiðri og dún og fillpower. Fillpower segir til um að hversu þungur dúnninn er á rúmmál. Þannig vill maður sem hæðsta tölu í þessu, því þá er dúnninn þéttari og hlýrri. Ég man nú ekki eininguna á fillpower, en það eru únsur á rúmtommu eða eitthvað álíka. Algengt er að pokar séu með 600 fillpower.
Svo ber að hafa í huga hverstu mikið af massa pokans er fylling, maður vill hafa fyllinguna sem mest að massanum.
Svo ef um fiber er að ræða mæli ég líka með að kaupa ekki poka þar sem það er ekki tekið fram hvering fylling er í þeim. Fyllingarnar eru venjulega líka merkjavara. DuPoint framleiðir td. mikið af þeim.
Ef þú ert að leita að góðum poka þá skaltu ekki kaupa poka með bómullarklæðingu að innan. Svo sem allt í góðu fyrir fjölskyldu fólk, en þetta verður bara hræðilegt hef það verður rakt (þarf ekki einu sinni að blotna í gegn)
Svo er það einning staðreynd að merkjavara er betri í svefnpokum heldur en eitthvað dót sem maður hefur aldrei heyrt um.
Baldur Skáti