Á föstudeginum fréttu Kóparnir af okkur og ákváðu að smala í bílanna og koma með. Við fréttum að því að þeir væru að leggja af stað þegar við vorum í Þjórsárdalnum, og ákváðum að hringja í restina af sveitunum. Þá ákváðu Hafnfirðingar og Flubbar að koma líka.
Við keyrðum um Sóleyjarhöfðan í Setrið og gistum þar. Þegar við vorum komnir í koju komu Kóparnir. Morgunin eftir vöknðum við snemma og fórum út að keyra. Keyrðum að Kisugili og ákváðum að skoða Hofsjökul, hann leit svo vel út. Keyrðum upp í 1300 metra, en þá var skyggið farið svo við fórum niður í Kerlingarfjöll og uppá þau. Svo Kjalveg að Hveravöllum. Þar sem engir aðrir voru komnir kíktum við inn í Þjófadali og tókum létta spilæfingu.
Þegar við komum aftur voru Kóparnir mættir, fljótlega komu svo Hafnfirðingar eftir Kjalvegi og Garðbæingar yfir Arnarvatnsheiði. Svo var grillað og sagðar afrekssögur.
Sunnudagsmorgun var fagur og bjartur, svo við ákváðum að keyra að Ingólfsskála og athuga með Hofsjökul. Flubbarnir mættu á einkabílum, og einn einkabíll frá Garðbæingum hafði komið um nóttina. Veðrið var tær snild, og bekkurnar góðar. Við keyrðum yfir hofsjökul í flottu skyggni og niður í Setur og svo Klakksleið til byggða. Í ferðinni voru 2 Reykar, 2 Garðarar, 2 Kópar og 1 Spori, ásamt 2 einka Flubbum og einum einka Garðari.
Þetta var snildar ferð með skemmtilegu fólki og öflugum tækjum. Svona sameiginlegar æfingar tækjaflokka Hjálparsveitanna er eitthvað sem mætti gera miklu mikilu oftar.
Baldur Skáti