Eftir nokkra göngu kom í ljós hellir er einn leiðangursmaður kannaðist við úr fyrri leiðangri sem farinn hafði verið í leit að Blair norninni, sem af gæsahúð leiðangursmanna að dæma var aldrei skammt undan.
Eftir að hellirinn hafði verið skoðaður í þaula var tekin hægri beygja upp brekku er líktist mjög rótum Helgafellsins. Nokkrum tugum metrum ofar taldi hópurinn sig eiga vera kominn á tindinn, loksins! En skyndilega byrtist út úr þokunni hóll sem virtist ívið hærri en sá sem hópurinn stóð á. Þá voru góð ráð dýr, hvaða hóll var þetta við hliðina á Helgafellinu?! Af einskærri forvitni kleif hópurinn þetta óvænta fjall og áleit að þar væri hið rétta Helgafell.
En annað kom á bátinn þar sem að þarna var á ferðinni einn hóllinn til viðbótar og enga kletta að finna er einkenna top Helgafells. Eftir miklar vangaveltur um hvort fellið væri vinstra- eða hægramegin við tunglið var ákveðið að halda til baka í grunnbúðir og gera hlé á leiðangrinum. Á heimleiðinni var farið svo í Skalla þar sem sveitarforinginn splæsti ís á línuna án þess þó að borga brúsann. ENDIR
Ds. Trail
Tekið af Hraunbuar.is
Ég skora á ykkur öll að reyna vera eins og ég