Jæja ég var að koma heim af flokksforingjanámskeiði og það var geðveikt gaman! Við byrjuðum á Hömrum sem reyndar var ekkert sérstakt. Það var ekki mikið gert þar en það var þó ágætt. Daginn eftir löbbuðum við þaðan og útum allt og enduðum úti á krossanesi þar sem við sigum niður úr 36 metra háum turni og það var snilld!!0

Eftir sigið fórum við með bát fjögur í einu yfir í Vaðlaheiði og reeeennblotnuðum á leiðinni yfir. Það var viðbjóður, en síðan fórum við upp í Valhöll sem er aðeins ofan viðT-gatnamótin í Vaðlaheiði. Þar gistum við eina nótt og morguninn eftir lögðum við af stað í vaglaskóg, sem er hinum megin við Vaðlaheiði.

Við löbbuðum yfir Vaðlaheiði og það tók óvenjulega langan tíma því mikið var um veikindi! Það okkur átta klukkutíma að labba yfir enda var stoppað oft vegna þreytu þeirra veiku. En þegar í Vaglaskóg var komið villtumst ég og þeir vinir mínir sem ég labbaði með s.s. Bergþóra, Sædís, Jon Jon, Óli og Stebbi. En við fundum réttu leiðina á endanum og komumst á rétt tjaldstæði, og þar tjölduðum við! Það gekk mikið á þennan dag og þetta var ógeðslega gaman. Svo var eldaður matur og meistara kokkurinn hann ég grillaði hamborgara. Mikki grillaði líka. hann fjóra og ég fjóra. Hamborgararnir voru bara góðir og engir þeirra brann. Þegar kom að kvöldvöku settust allir í kringum Finnboga og Úa (hann er Úlfarsson) og þeir byrjuðu að spila og var dagskráin var skemmtileg. Sjálfur var ég, Mikki og Svava með atriði eins og allir flokkarnir en svo var sungið inn á milli.

Eftir kvöldvökuna var það eitt eftir að fara að sofa. Ég vildi það að sjálfsögðu ekki en það var ekki um mikið að velja. En ég, Begga, Óli, Höddi, Sædís, Jon Jon, Mási, Guðrún, Jonni og Valdís, sváfum úti þessa nótt og fórum lengst frá búðunum þannig að engin heyrði í okkur. Við vorum bara að chilla og spjalla og þarna fóru fram einar steiktustu samræður sem að eg hef vitað um og við töluðum um alls konar ósiðlega hluti svo sem handframleidda prótín drykki og svoleiðis viðbjóð. Við strákarnir vorum að bjóða stelpunum en af einhverju ástæðum virtust þær ekki vera þyrstar.00 En það endaði að sjálfsögðu með því að við fórum að sofa en áður en ég sofnaði var með ógeðslega heitt þannig að ég fór úr öllu nema brók og bol og vaknaði síðan pinnstífur og kaldur morguninn eftir. Það var íííííískalt þegar ég vaknaði og ég klæddi mig eftir getu ofan í poka en fór í restina þegar eg var komin úr pokanum. En það var eldaður morgunmatur og síðan ekkert sérstakt gert síðan eldaður hádegismatur og svo sótti rútan okkur og fór með okkur til Akureyrar.

Þetta var allt saman ógeðslega gaman og ég kynntist fullt af fólki.

Þeir sem að ég kynntist best voru sennilega Jonni, Begga, Mási, Mikki, Sædís, Svava, Jon Jon, Óli, Halldór og Valdís