Lögum höfum við verið ósátt við hvað fólk hefur sagt um starfsemi okkar sem skáta, en er það bara ekki fáfræði? Er það kannski ekki okkur að kenna hvernig viðhorf almennings til skátastarfsins er? Á undan förnum árum hef ég lítið séð af almennum auglýsingum sem kinna starfið eins og það er, sína hvað er í boði og hvernig félögin starfa. Auk þessa als höfum við að mínu mati í mörgum félögum staðnað. Á ákveðnu tímabili var ekki almennilegt skátastarf í gangi í mörgum félögum. Sökum þess komu ekki góðir foringjar út úr þeim sveitum, og án foringja höfum við ekki starf. Þessi þróun reið að vissan hátt Haferni niður að mínu mati. Við þurfum að fyrirbyggja að fleiri félög fari eins.
Ég tel að við þurfum að staldra aðeins við og sjá hver staðan er, og hugsa hvað við ætlum að leggja af mörkum til að sporna við þessari þróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Við erum fá, þess vegna munar um hvert handtak sem unnið er í þessum málum. Ef fer sem horfir verður nánast ekkert starf í gangi eftir fáein ár. Mörg félög hafa tekið sig til og sett upp áætlun með það að markmið að fjölga skátum innan félagsins á ákveðnum árum. Margar af þeim áætlunum hafa farið út um þúfur. Það er líka eitthvað sem við þurfum að skoða. Það þíðir voða lítið að gera áætlanir og framkvæma þær svo ekki.
Ég vill vekja athygli á því að margar af þessum skoðunum er mínar skoðanir og þurfa því ekki endur spegla viðhorf ykkar. Þrátt fyrir það er þetta ákveðið áhyggju efni. Tökum saman höndum og byggjum upp gott skátastarf á Íslandi.
Með Skátakveðju
Bragi TS.
———————————————–