Heydí hó góðir hálsar.
Mig langaði aðeins að koma inn á þá staðreynd að ekki þykir öllum okkar blái skátabúningur vera sem bestur/fallegastur/þægilegastur.

mín persónulega skoðun er sú að bláa skyrtan sé gamaldags, skítsæl, og óþægileg. Þar að auki finnst mér að sá sem klæðist búningnum minnir helst á vonsvikinn einstakling sem komst ekki í lögguna.

Af hverju þurfa skátaskyrtur að líta út eins og löggubúningur, eða tollvörður eða jafnvel eins og strætóbílstjóra-skyrta???

Ég vil fá kaki skyrtuna aftur sem hátíðarbúning…. ég vil fá boli merkta BÍS eða Skátasambandi sem viðurkennda búninga….. ég vil fá merktar flíspeysur félaganna sem viðurkennda skátabúninga….. og ég vil að hvert og eitt skátasamband fái að ráða sínum lit á hátíðarbúningnum.

Ástæðan fyrir því að ég vil fá “vinnubúninga” viðurkennda sem skátabúninga, er sú að skátaskyrtan er einfaldlega ekki að gera sig t.d. í vikutíma á landsmóti. Maður á erfiðara með að athafna sig í skyrtu og klút, heldur en í bol og flíspeysu, og svo er þetta bara svo miklu þægilegra.

Ég skil ekki af hverju er ekki búið að taka þessa umræðu upp víðar en í litlum lokuðum hópum.

Kveðja.
Diesellinn