Þú veist örugglega að þú getur verið í skátapeysunni, hún er viðurkenndur skátabúningur.
Reglugerð BÍS um skátabúning
SKÁTABÚNINGURINN
1. Reglugerð Bandalags íslenskra skáta.
A. Almenn ákvæði.
Allir skátar nota skátabúning við skátastörf.
B. Lýsing búnings.
ALMENNUR SKÁTABÚNINGUR.
1. Ljósblá skátaskyrta með tveimur brjóstvösum og axlaspælum, eða dökkblá peysa með áprentuðu merki Bandalags íslenskra skáta.
2. Vínrauð þríhyrna sem borin skal um hálsinn og tekin saman með hnút.
3. Dökkar buxur eða dökkt pils.
4. Belti með íslenskri skátasylgju.
Á skyrtunni og treyjunni skulu borin skátamerki samkvæmt merkjareglugerð Bandalags íslenskra skáta.
LJÓSÁLFAR.
Ljósálfar nota alfarið dökkbláu treyjuna sem skátabúning sinn og bera ljósbláan klút við.
YLFINGAR.
Ylfingar nota alfarið dökkbláu treyjuna sem skátabúning sinn og bera gulan klút með.
SKÁTAR.
Skátar nota almennan skátabúning. Þeim er heimilt að bera hvort sem þeir kjósa heldur, skátaskyrtu eða skátapeysu.
DRÓTTSKÁTAR.
Dróttskátum er auk almenns búnings, heimilt að nota:
Dökkbláa, síðerma V-hálsmálspeysu yfir ljósbláu skátaskyrtuna.
Vínrautt hálsbindi í stað þríhyrnunnar.
FORINGJAR.
Foringjum er auk almenns búnings, heimilt að nota:
Dróttskátapeysu eða dökkbláan jakka.
Vínrautt hálsbindi í stað þríhyrnunnar.
GILWELLSKÁTAR.
Gilwellskátum er heimilt að bera einkenni sín við allar tegundir skátabúnings.
C. Skjólfatnaður.
Við skátastörf, þar sem almennur skátabúningur veitir ekki næga vernd gegn veðri, skulu skátar leitast við að nota skjólfatnað sérstaklega merktan Bandalagi íslenskra skáta, skátasambandi eða skátafélagi. Félagsstjórnum er heimilt að setja reglur þar að lútandi.
D. Til leiðbeiningar.
Höfuðáhersla skal lögð á að allir búningar séu eins að lit og gerð. Reglugerðin kveður ekki á um höfuðföt, sokka, skó eða hnúta. Skátafélögum er heimilt að útbúa boli, peysur, jakka, úlpur og fleira til nota í starfi félagsins. Slíkir búningar leysa þó ekki almennan skátabúning af hólmi í opinberu skátastarfi. Félagsstjórnum er heimilt að setja nánari reglur um búninginn og notkun hans enda brjóti þær reglur ekki í bága við reglugerð þessa eða reglugerð um einkennismerki.
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 11.mars 1997.
Mér finnst að skátaskyrtan eigi að vera hátíðarbúningur skáta, ekki búningur sem ætti endilega að nota í almennu skátastarfi þó svo það sé allt í góðu lagi með það. Ég persónulega kýs að nota skátapeysuna í öllu skátastarfi mínu nema þegar kemur að einhverjum skátaviðburðum svosem 22. febrúar, fánaborg á sumardaginn fyrsta og 17. júní og fleira.
- Á huga frá 6. október 2000