Allt sem ég er búinn að sjá teingt þessu móti er frekar óvandað og óspennandi!
Eins og peysurnar ég hélt að þeir gætu ekki haft þær í ljótari lit en þær sem voru 2002 en þarna komu þeir sterkir inn með þessu ljós bláu peysu sem ég er nokkuð mjög viss um að ég muni alldrei ganga í utan skátamóts! Merkið er líka ekkert sérstakt, tvær örvar með stelpu og strákamerkinu og síðan settur litur í kring ég held í alvörunni að það hafi verið gert á 10 mínutum í paint!
En það verst sem ég hef heyrt hingað til er lagið sem er eitt óskátalegasta lag sem ég hef nokkurtíman heyrt, ég meina það þú tekur ekki einn gaur úr popphljómsveit og biður hann um að gera lag og láta svo einhverja konu sem er öruglega búin að vera í söngnámi í frekar mörg ár! Af hverju ekki að láta skátakórinn syngja það frekar? Það hefði öruglega gefið manni betri hugmynd um hvernig það væri að hlusta á 4000 skáta syngja það!
En ég ætla samt að vona að þetta verði fjörugt og skemtilegt mót sérstlega eftir að hafa beðið eftir því í 3 ár :P
Og á meðan ég man Gleðilegt sumar :)
Þetta reddast…