Það var nokkuð um skáta á Skólavörðustíg rétt fyrir klukkan 11, miðvikudaginn 21 apríl.
Skjöldungar hafa síðastliðin 5 ár haldið gönguverðlaunum sumardagsins fyrsta hjá sér.
Að baki hafa legið þrotlausar æfingar og það má segja að blóð,sviti og tár hafi verið uppi á pallborðinu, okkar megin.
Ekkert var slakað á æfingum þetta árið. Það sást best á því að Skjöldungar gengu einhverja þá flottustu göngu sem ég hef séð.
Kveðja: Magga Tomm
Vegna mistaka og vitlausra blekhylkja í pennum voru það örfáir Landnemar sem voru settir efst á listan yfir þá sem áttu flottustu gönguna.
Það var því mikilfenglegt að sjá hvernig hinir örlátu og nægjusömu Skjöldungar létu sem ekkert hefði gerst. Einn Skjöldungur vék sér meira að segja að mér og sagði: Við vildum hann ekki einu sinni.