Helgina 18.-20. mars verður haldin útilífshelgi skátaflokka. Það er risastór ratleikur sem á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Skátaflokkar fara eftir vísbendingum og leysa fjölbreyttar þrautir á leið sinni á milli skála. Leikurinn nær svo hámarki í stórleik á laugardagseftirmiðdegi. Glæsileg verðlaun verða veitt þeim flokki sem stendur sig best yfir helgina. Allir skátar á aldrinum 11-15 ára geta tekið þátt. Það eina sem þeir þurfa að gera er að hafa 4-8 manna flokk með sér.
Til að framkvæma helgina þarf að sjálfsögðu mikinn og góðann mannskap og því leitum við til dróttskáta og eldri til að sjá um þrautir og gæslu í skálum. Hafið þið áhuga á að aðstoða er hægt að hafa samband við Unni, unnur@segull.org
Skátalíf er ÚTILÍF
Unnur Ósk Unnsteinsdótti