dagana 29. júlí til 10. ágúst verður haldið svokallað Eurojam sem er evrópumót skáta 2005 og er undirbúningsmót fyrir alheimsmótið 2007 sem haldið verður á sama stað í hylands park í chelmsford í Bretlandi. Chelmsford er um það bil 40 mín akstur frá London og er svæðið með því fallegra sem gerist í Englandi.
Þegar þessi grein er skrifuð hafa nokkrir íslenskir skátar ákveðið að fara með á mótið. þ.á.m 5 úr svönum, 9 úr heiðabúum, einn úr segli auk fararstjóra.
Íslenskir skátar hafa ákveðið að gista í London eftir mótið í fjóra daga og hafa þar einhverja örlitla dagsskrá.
Mótsgjaldið er hátt, eða um 150000Kr. en vel þess virði, sjálfur er ég búinn að borga 75000Kr. af þeiiri upphæð! hægt er að greiða mótsgjadið í eins mörgum pörtum og hver og einn vil.
Bendi á sérútbúna heimasíðu svana um Eurojam og opinbera heimasíðu eurojam
Enn er hægt að skrá sig þó síðasti skráningardagur hafi verið auglýstur 1.des 2004.
Þrír fundir hafa verið haldnir um þetta mál svo ég viti og er allt á uppleið. Vonast til að sjá sem best viðbrögð og að fleiri skátar skrái sig (ATH! aðeins fyrir dróttskáta og eldri skáta)
endilega hafið samband við mig eða hvern annan ef þið viljið meiri upplýsingar
Arnór - eurojammari