A peach is a peach A plum is a plum,
Ferðasaga af ds. vetrarlíf !!
Ds. vetrarlíf var haldið helgina 4-6 febrúar á Hellisheiðinni og gist var fyrstu nóttina í skálanum Þrym sem Landnemar eiga. Ég mæli með að allir dróttskátar skelli sér á svona námskeið því þetta er æðisleg skemmtun. Þetta var hörku ganga og reyndist stundum svolítið erfitt því mikill snjór var á Heiðinni. Ætlunin var að ganga á úlfljótsvatn og gista í tjaldi laugardagsnóttina. Eftir kennslu á áttavita( sem flestir kunna á ) og að læra að rata eftir korti var lagt af satð í krefjandi gönguna. Okkur var skipt var í hópa og hver hópur fékk tækifæri á að þeiða hópinn, sem er mjög spennandi. Fara bara í hina áttina og enginn pælir í því !! Við fengum fyrirlestur um veðurfræði og lærum það að fylgjast með veðurfréttunum viku áður en lagt er af stað í ferðalag og vera meðvitaður daglega um veðurspána því við búum jú á Íslandi og við fáum ýmsar útfærslur að veðri daglega. Við reyndar sluppum við að sofa í tjaldi því úi var frost á fróni og spáði vondu veðri. Við sváfum í eitthverjum skúr. Sunnudagsmorguninn fór í það að gangaá úlfljótsvatn og þegar þangað var komið fengum við svakalega hamborgaraveislu. Enginn má láta svona námsskeið framhjá sér fara , vþí enginn vill missa af Finnboga í spantex-gallanum !!!