Tækniskátar er hópur skáta aðallega af höfuðborgarsvæðinu og eru u.þ.b. 10 virkir meðlimir í hópnum. En nokkuð fleiri eru á skrá hjá okkur. Það sem búið er af starfsárinu, þ.e. frá því í september, erum við búnir að skipta mánuðum niður í þemu og má þar nefna rafmagn og tölvur. Í rafmagnsmánuðinum fórum við í leiðangur í gegnum alla Elliðarárvirkjun og skoðuðum einnig fyrstu rafveitu á Íslandi, þ.e.a.s. í Hafnarfirði. Við fengum einnig til okkar gest frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og fengum að sjá kynningarvídeó frá honum um hvað rafiðnaðarmenn eru að fást við.
Í tölvumánuðinum rifum við í sundur tölvur og lærðum ýmislegt sem viðkemur tölvum. Einnig erum við búin að fara í vídeótökur og læra hvernig á að taka upp mynd.
Í nóvember fórum við í útilegu í Radíóskátaskálann á Úlfljótsvatni og skoðuðum ýmislegt um talstöðvar og fórum í kynningaferð í Nesjavallavirkjun.
Á döfinni hjá okkur er að taka þátt í hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema hjá HÍ.
Ég hvet sem flesta sem hafa áhuga á einhverju sem tengist tækni að koma og kíkja á fund til okkur í Hamarsheimilinu á miðvikudögum kl 20.
Svo vil ég bara benda á nýju heimasíðuna okkar www.scout.is/ts
- Á huga frá 6. október 2000