DS. barbí ætlar að halda opna jólaútilegu í dalakoti þar sem öllum dróttskátum er velkomið að mæta hvort sem það er í heimsókn eða að gista yfir nótt, nóttin kostar 500 kr.
Útilegan verður 27-30 desember og fólk getur komið í heimsókn hvenær sem það vill, því fleiri því betra og skemmtilegra ;)
Það er engin sérstök dagskrá enda erum við öll dróttskátar og eigum að geta skapað okkar eigin dagskrá enda býður heiðin uppá margt skemmtilegt t.d. rómantíska gönguferð, eða rosalegt hike með öllu tilheyrandi, afslöppun ofan í poka í góðra vina hópi eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Endilega talið við skátavini ykkar og fáið þá með ykkur.
P.S.
Fyrir þá sem ekki vita er Dalakot beint á móti Skíðaskálanum í Hveradölum, maður beygir inn hjá bragganum og þá sér maður hvítt hús með rauðu þaki og það er kotið ; )