Flokkamót í Dalakoti
Skátafélagið Hamar ákvað að endurvekja flokkamót í Dalakoti og verður það núna helgina 19-21 nóvember. Flokkamót í Dalakoti er með skemmtilegustu útilegum sem ég fór í þegar að ég var yngri, þannig að ég mæli eindregið með því að fólk skrái sig.
Flokkamótið er fyrir skáta á aldrinum 13-14 ár og stefnum við að því að fá jafnt af strákum og stelpum og úr sem flestum félögum svo að við höfum sem fjölbreyttastan hóp.
Flokkamótið kostar 2000 krónur og inní því er skálagjald í Dalkoti, kvöldmatur á laugardeginum og auðvitað massa dagskrá allan tímann.
Útbúnaðarlisti til viðmiðunar:
Hlý peysa (flíspeysa) Auka buxur (ekki gallabuxur)
Skátabúningur/skátapeysa Hárbursti
Sokkabuxur 2-3 pör sokkar (helst ullarsokkar)
Nærskyrta/bolur + vara Regn- og snjófatnaður (jakki/buxur)
Húfa, vettlingar Föt til að sofa í
Vatnsþéttir skór eða stígvél Svefnpoki og koddi
Poki undir blautan fatnað Inniskór
Tannbursti og tilheyrandi vasaljós (mjög nauðsynlegt)
Gaman að hafa með:
Áttaviti.
Söngbók.
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Ottó í síma 6918666 eða í e-mail ottoingi@hotmail.com