Hvernig værum við ef við hefðum ekki hengirúm? Því get ég svarað; EKKERT! Hengirúm er það sem gert hefur skáta að skátum og landsmót að landsmóti. Ég prófaði til dæmis einusinni að fara á landsmót án þess að útbúa mér hengirúm, og… almáttugur! Þvílík hörmun! Ég þurfti að chilla á jörðinni eða inn í tjaldi! En ég klikkaði ekki á þessu landsmótið eftir og setti upp stórt og gott hengirúm sem rúmaði óendanlega marga (sem sé 2 og fleiri, tökum þá stærðfræði fyrir síðar).
Galdurinn við gott hengirúm er netið, best er að hafa möskvastærð 135 eða 155, 200 gengur en það er full stórt og smáfættir menn (eins og ég) geta varla gengi í þeim. Best er að hafa garnið einfalt 4 mm. Ef það er sverara er óþægilegt að liggja á hnútunum. Og ef það er grennra skrest það í mann.
En svo er það spurningin hvering skuli setja rúmið upp. Það er best að gera með því að búa til trífót eða fjórfót, setja á hann þverspírur og strengja netið á milli. En hvernig á að láta það passa? Það skal gert svona:
1. mælið lengd þverspíranna, best að hafa þær allar jafn langar.
2. Þá telur maður út hversu margar upptökur eiga að vera á breiddina (fer eftir möskvastærð og lengd þverspíranna.)
3. Síðan telur maður síðurnar ef um fjórfót er að ræða og sker þar á síðu. En ef um þrífót er að ræða er sorið á legg, í sitthvora átt þannig að út kemur þríhyriningur, sem ætti að smellpassa milli þverspíranna.
4. Þá er bara að festa netið, vefja garni vel um spírurnar og í gegnum möskvanna og festa öðru hverju með hestahnút.
Síðan er alltaf gott að vera með segl eða eitthvað álíka til að búa til skjólvegg við rúmið. Síðan er bara málið að taka upp svefnpokan og leggja sig :)
góðar stundir
Baldur skáti
Baldur Skáti