Það er nú ekki mikið líf hérna hjá okkur skátum núna yfir sumarið. Eru kannski allir svona uppteknir af því að gera eitthvað skemmtilegt að þeir hafa ekki tíma til að segja frá því?
En sjálfur hef ég ekki sett mikið hingað inn en er að bæta úr því núna. Tilgangur þessarar greinar er þó ekki að væla og skæla yfir áhugaleysi hugverja, heldur að segja frá þeirri snilldar staðreynd að ég ásamt 10 öðrum Fenrissnillingum erum að fara til Kandersteg í Sviss eftir viku.
Verðum í Kandersteg í 7 daga og förum m.a. til Ítalíu og Chamonix í Frakklandi ásamt því að skella okkur í river rafting og einhverjar fjallgöngur í Ölpunum. Bara tær snilld, enda er Kandersteg þekkt sem hið endalausa Mini-Jamboree, allraþjóða kvikindi koma þarna saman á tjaldstæðinu og gera eitthvað sniðugt saman.
Eftir Kandersteg liggur leið okkar næstu fimm daga um öngstræti Lundúnaborgar þar sem við munum keppa í kappáti í “Fish & Chips” og skoða einhver söfn og væntanlega verslanir ef hinar kaupóðu kerlingar sem verða með í för fá einhverju ráðið.
Einn óvæntur og góður kostur við þessa ferð er sá að nokkrir ungliðar / skátar úr Björgúlfi, sem er ungliðadeild BSH, munu líka vera í Kandersteg á þessum tíma. Þannig að það verða nóg af íslenskum skátum þarna að skemmta sér.
Nú vil ég bara spyrja, hvað ætlið þið að gera í sumar eða hvað hafið þið eiginlega verið að gera í sumar þar sem sumrið er eiginlega gott betur en hálfnað?
Kveðja Hjörtur Ds. Fenris
ps. Svo er ég líka að fara þramma Laugarveginn núna eftir verslunarmannahelgina. Þetta er nokkurskonar vígsluferð hálfdrættingja Svana sem eru að ganga upp í dróttskátasveitina í haust. Það verða alls 8 skátar úr Svönum sem munu þramma leiðina.