Um helgina var haldin seinni félagsútilega Ægisbúa, en henni hafði verið frestað vegna bílsslyssins þar sem tveir okkar létust. Í fyrsta skipti lengi var útilegan haldin að sumri til og var fólk alennt ánægt með útkomuna.
Haldið var af stað í rútu frá skátaheimilinu um klukkan átta á föstudags kvöldi. Veðrið var ágætt, skýjað en þurrt. Þegar komið var á Úlfljótsvatn var haldið strax í frábæran næturleik þar sem Prins Póló og Prins Lu fóru á kostum. Sagan snérist um það að Prins Póló gerðist sjóræningi sem faldi svo fjarsjóð sinn á svæðinu við Úlfljótsvatn áður en hann var handsamaður og látinn ganga plankann. Leitað var að fjársjóðnum og talnalausnunum að lásunum á kistunni og var fjarsóðurinn að sjálfsögðu Price Polo súkkulaði.
Á laugardagsmorgun var farið í flokkakeppni þar sem fyrst þurfti að byggja eld og brenna í sundur band sem var strengt yfir eldstæðið, tjalda svo ókunnugu tjaldi og að lokum reisa fánastöng. Þetta var massað á mettíma og svo var hádegismatur.
Eftir hádegi var ákveðið að hafa bara svona opna dagskrá til tilbreytingar út af því að það var svo gott veður og sleppa þessu hefðbundna hæki sem einkennir venjulega félagsútilegur Ægisbúa. Hægt var að hoppa í hoppiköstulum eða á trampolíni, klifra í turninum eða fara á bát. Margir duttu “óvart” út í vatnið og skemmtu sér konunglega. Síðan voru teknar 45 mínútur í að hreinsa svæðið í kringum KSÚ og haldin kvöldvaka um kvöldið.
Paddan var að sjálfsögðu með í för, en fyrir þá sem ekki vita um hvað hún snýst er paddan þvottaklemma sem gengur á milli fólks. Paddan er klemmd á einhvern við upphaf útilegu og þegar fórnarlambið tekur eftir henni setur hann hana á einhvern annan án þess þó að hann taki eftir og svo koll af kolli. Það eru aðeins tvær reglur: Þú verður að vita hvað manneskjan sem þú setur pödduna á heitir og sá sem er með pödduna í matartíma þarf að draga miða sem á standa einhver örlög, góð eða slæm. Nokkur dæmi sem nefna má eru að hella vatnsglasi yfir sjálfan sig; standa upp, klappa og öskra ,,Vel mælt Bragi!" í hvert skipti sem Bragi Björnsson lýkur máli sínu; fá manneskjuna á hægri hönd sem einkaþræl og dansa ballett samskátum sínum til skemmtunar.
Á sunnudaginn var allt þrifið hátt og lágt á meðan skátabörnin fóru í vantasafaríið. Síðan var borðaður hádegismatur og haldið heim.
Þetta var í alla staði brilliant útilega og ég hlakka til að fara í fleiri svona.
Kv. Sirja