Fyrirgefðu, vinnur þú hér?
Skátafundur Súlna.
Við erum nokkrar í skátaflokknum Súlum (súlur s.s. fuglinn(eða fjallið)) í Skjöldungum og höldum ávallt skátafundi á fimmtudögum. Í dag var ekki litið undan þeim vana og héldum við útifund. Þeir sem ekki vita hvað það er þá er það fundur sem haldinn er úti. Fyrst að sumarið er komið og laufin eru farin að vaxa á trjánum þá ákváðum við að í dag skyldum við fara í vatnsstríð úti í góða veðrinu. Það kom ekki annað til greina en við notuðum vatnsblöðrur og kóka-kólaflöskur til þess að sprauta á hvora aðra. Ef einhver fór á Landsmót skáta 2002 þá fórum við í allveg eins vatnsstrið eins og farið var með vatnssbyssurnar og litaða vatnið, að ná í fánana hjá hinu liðinu og svoleiðis. Þegar að þetta stríð var búið vildu flestar stelpurnar vera ennþá í stríði og óri í “allir á móti öllum” leikinn. Þá mega allir hella vatni á alla. Það bara segir sig sjálft. Við gengum óvart illa frá eftir okkur og viljum við biðjast fyrirgefningar. Björn Jón…. Þetta var ekki meinigin, sorry…