Við mættum niðrí skátaheimili klukkan 20. Um 20:30 voru allir 12 sem ætluðu að fara komnir svo það var ekkert annað að gera en að leggja af stað upp í Lækjarbotna..
Þegar þangað var komið byrjuðu allir á því að koma sér fyrir.. Við settum útileguna með því að fara í nokkra hressandi og skemmtilega leiki.. Síðan fórum við inn og tókum því rólega og komum okkur betur fyrir.. Síðan fengum við okkur kvöldhressingu, tannburstuðum, sögðum draugasögur og fórum svo að sofa..
Laugardagurinn 8 maí..
Á laugardeginum voru sumir vaknaðir klukkutíma fyrir ræsið sem var klukkan 8.. Þeir sem voru vaknaðir fyrr, töluðu bara samnan og fóru að klæða sig…
Þegar allir voru vaknaðir var fáni, morgunnleikfimi og morgunmatur.. Eftir morgunmat fór stelpusveitin (Mörgæsir) að sauma sér kvartbuxur úr rauðukusuefni.. á meðan voru strákarnir (Hvítabirnir) úti í hakkísakk.. Eftir hádegismat kenndi ég og vinkona mín, sem var að sjá um dagskrána með mér, krökkunum að tjalda tjaldi.. enginn af okkur kunni að tjalda þessu tjaldi, svo við urðum bara að giska hvar allt ætti að vera.. það tókst mjög vel hjá okkur þar sem allt reyndist vera rétt gert hjá okkur..
Svo fórum við inn og smurðum okkur nesti því við ætluðum að labba upp í hellinn sem er þarna rétt hjá skálanum og borða þar.. Rétt áður en við lögðum af stað komu Ásgeir, Dóri og Böddi til okkar til þess að hjálpa okkur að síga.. Þeir ákáðu að koma bara með okkur að hellinum… Allir strákarnir nema Böddi löbbuðu uppá fjallið sem er fyrir ofan skálan og fara svo í hellinn og borða þar.. Við stelpurnar löbbuðum hins vegar með Bödda beint upp í hellinn.. Við elduðum okkur núðlusúpu á prímusum inn í hellinum sem gekk alveg ágætlega.. reyndar datt pottur oná annan prímusinn þannig að prímusinn datt niður og núðlusúpan með.. þeir sem ekki höfðu fengið súpu áður en potturinn datt ákváðu bara að borða inn í skála..
Næst fórum við að síga í klett sem er þarna rétt hjá hellinum.. Það sigu allir niður nema tvær stelpur, þær þorðu því ekki og fóru því bara inn í skála..
Eftir sig og kvöldmat var kvöldvaka sem ég og besta vinkona mín stjórnuðum.. hún gekk bara ágætlega hjá okkur.. og voru flestir ánægðir með hana..
Eftir kvöldvöku var náttfatapartý.. á meðan voru Ásgeir og Júbbi að undirbúa næturleik sem var strax eftir náttfatapartýið.. Næturleikurinn var þannig að við áttum að finna klifurdót sem lá út um allt í kringum skálann.. Svo voru Júbbi, Dóri og Böddi sem áttu að reyna að ná dótinu af okkur.. ef við náðum að henda dótinu á jörðina og mynda hring i kringum það fengum við að halda dótinu og fara með það til Ásgeirs sem gaf okkur stig..
Eftir næturleikinn var komið að kvöldkaffi.. svo kom fljótlega kyrrð..
Sunnudagurinn 9 maí
Við vorum vöknuð hálftíma, fyrir ræs aftur.. Við fengum okkur morgunnmat og fórum svo upp á loft til að byrja að taka til.. en við byrjuðum ekki að taka til strax.. við sátum bara uppi og sungum skátalög og vorum bara að taka því rólega..
við fengum okkur hádegismat og þrifum svo skálann og drifum okkur heim..
kv. Elva Segli
- ostur007
I´m blonde,