Eins og þið flest öll vitið þá er ég í skátastafri í Manchester :)
Á föstudaginn í síðustu viku var dagur sem að heitir St. Georgs day og hann var s.s eithver svona dýlingur eða hvað sem að það er kallað og bretar fagna þessum degi með því að flagga enska fánanum út um allt og klæðast honum og drekka mikinn bjór.
En ætlaði nú ekki að segja frá því heldur á sunnudaginn síðasta þá héldu skátarnir daginn hátíðlegan með skrúðgöngu og messu.
Ég geri mig tilbúna og labba af stað til að hitta Val. Vinkonu mína, einn foringjan. Í þessu blíðskaparveðri löbbuðum við svo út í Victoria Park þar sem að við þurftum að taka á móti strákunum okkar.. Það komu nú ekki margir úr flokknum okkar.. Ekki nema 12 af 25. Stilltum strákunum okkar upp, þetta var nú ekkert líkt íslenskri skrúðgöngu. Foreldrarnir löbbuðu bara við hliðina á okkur ekkert fyrir aftan eins og tíðkast á íslandi. En allavega þá var förini heitið í kirkju. Í skrúðgönguni hafa verið um 500 manns en ekki nema 130-150 í kirkjuni þar sem að hún rúmaði ekki alla.
Strákarnir okkar eru á aldrinum 10-12 ára en það voru skátar frá 8-90 ára á staðnum.. Það hafa verið svona 100 skátar í gönguni sjálfri en hitt voru foreldrar og filgifiskar :D
Þegar við komum að ráðhúsinu sem er við hliðina á kirkjuni stóðu þar skátahöfðingin og fleiri svona “bandalags” fólk og þegar við gengum framm hjá þeim þurftu allir að líta á þau og heilsa með skátakveðju. Mjög formlegt.
Haldið var í kirkjuna og var þetta svona létt skátamessa, mjög svipuð þeim sem eru heima. Sungin örfá lög presturinn bara á eithverju spjalli. Farið með skátaheitið og svo frammvegis. Svo að lokum sunginn þjóðsöngur breta. Það var mjög skondið þegar hann var tekin vegna þess að það urðu allir svo MASSA alvarlegir.. hehe!! Stutt og laggóð messa tók svona 30-40 min og svo hittust allir fyrir utan og slitu með því að Pat kom og afhenti heiðursverðlaun til þeirra sem að hafa unnið sér inn fyrir því og voru tveir strákar sem að fengu það og báðir í flokknum mínum ;) hehe!! Oliver og Nathan.
Foreldrarnir komu svo að sækja strákana og ég fékk var hjá Alf heim vegna þess að ég var komin með hælsæri af spariskónum :S
kv kittý
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.