Ranghugmyndir um skáta
Ég hef rosalega orðið var við að þegar einhver spyr hvað ég stundi svona aðalega utan skóla segi ég náttúruleg : „Æjji ég er í skátunum“. Svo kannski lendir maður í einhverjum aðstæðum kannski í skólanum að það þarf kannski að binda eitthvað eða eitthvað er kallað yfir allt: „Hey fáum bara hann Gumma þarna hann er í skátunum (a.t.h. ég heiti ekki Gummi, bara datt ekkert annað nafn í hug)og hann gerir ekkert annað en að sitja alla daga bara með band og binda hnúta, hann Gummi litli skáta strákur” og svo er alltaf gert eitthvað grín að því eftir það. Ég hef bæði lent í þessu sjálfur og svo einnig horft upp á þetta. Þetta er allveg rosalega leiðinlegt að vera kannski fyrir framan allan bekkinn og allir halda að maður sé eitthvað nörd sem hangi með öðrum skátum alla daga að binda hnúta. Það verður að fara að kynna starfið betur það er svo rosalega mikið af fólki hér á landi sem hefur svo mikla ranghugmyndir um skáta starf. Skátastarf er nefnilega miklu fjölbreytilegra en það að sitja og binda hnúta, þó að við lærum það líka. Það ættu sem flestir að fara að prófa skáta starf því eflaust þeir sem hafa þessar ranghumyndir myndi lítast vel á skátana ef þeir hefðu bara kjark í að prófa. Þeir sem eru líka með þennan móral eru aðalega þeir sem vita ekkert um þetta eða eru öfundsjúkir útí þá sem þora að vera í skátunum.