Dagana 28. - 31. maí nk. mun Trópíklúbburinn í samstarfi við Ds. Fenris standa fyrir smá gjörningi í undralandi dróttskátans.
Farin verður ferðog ber hún nafnið DS. SmjÖrævi…
Hittingurinn verður eins og einhvern gæti grunað Skaftafelli sem er paradís á jörðu, þar er allt mögulegt í boði. Bað í Lambhagatjörninni (eða í sundlauginni við Svínafell), ísklifur í einhverjum af skriðjöklunum þarna í kring, klettaklifur á Hnappavöllum, gönguferðir upp á Kristínartinda eða inn í Kjós og upp að Morsárjökli. Einnig má ekki gleyma Bæjarstaðaskógi og öllum þeim frábæru náttúruundrum sem prýða Skaftafell.
Fyrirkomulagið er þannig að menn sjá alfarið sjálfir um að koma sér austur, þ.e.a.s. menn þurfa að hafa fyrir því að hringja sig saman raða sér í bíla. Veit að það er erfitt en miðað við áhugann hér á spjallinu um að það þurfi einhvern viðburð fyrir dróttara, þá veit ég að það verður ekki erfitt fyrir fólk.
Sniðugt væri þó ef menn færu þó saman austur og væru í samfloti.
Svo þegar austur er komið þá verður sest niður í lyngið og spáð í hvað menn vilja gera. Ekki er ætlunin að standa fyrir skipulögðum ferðum út og suður heldur munu menn sjá um að hafa ofanaf fyrir sér sjálfir.
Nú vil ég að dróttskátar og jú ungliðar eru velkomnir líka hristi sig fyrir saman sumarið og massi eina góða ferð í Skaftafell.
Fyrir hönd Trópíklúbbsins og Ds. Fenris
Turi
ATH: Þetta er ekki mót né skipulagður viðburður á vegum Trópíklúbbsins né Ds. Fenris. Þeir sem mæta austur verða á eigin vegum og á eigin ábyrgð. Einnig þurfa þeir að sjá um að koma með eigin útbúnað sem þeir gætu þurft að nota. Það er hugsanlega möguleiki að leigja útbúnað fyrir austan hjá Fjallaleiðsögumönnum en gangið úr skugga með það áður en þið leggið af stað.