Einhversstaðar stendur að skátalíf er útilíf.
Er það svo? Já, ég tel að það eigi að vera svo. En hversu mikið útilíf? Hver og einn verður að meta það fyrir sig en útilíf er órjúfanlegur partur af skátastarfi.
Ég met mig ekki sem góðan Ds. foringja eftir því hversu margar ,,hardcore” útilegur ég fór með sveitina mína. Ég vil meta starfið út frá því hversu fjölbreytt dagskráin er, hversu margir mæta í dagskránna og hversu margir starfa innan sveitarinnar.
Til þess að það náist verður að vera skilningur á milli meðlima sveitarinnar og foringja um hvað sé viljinn til að gera. Foringjarnir koma með dagskrá sem meðlimirnir annaðhvort vilja eða ekki. Meðlimir sveitanna verða þá að segja líka hverjar þeirra óskir eru, langar mann að fara í heimsókn í slökkviliðið, langar mann í ,,chill” í Þrym eða vill maður taka eina massíva ferð á Botnsúlur!
Ef fólk segir ekki álit sitt á dagskrá foringjanna og kemur með tillögur að dagskrá þá keyra foringjarnir sína dagskrá í þeirri trú að allir séu ánægðir með hana og vilji fara eftir henni enda bárust engin mótmæli.
Því miður virðast margir í skátastarfinu hér á landi ætlast til þess að vera mataðir. Þeir mæti og fái eitthvað í hendurnar og geri bara eins og þeim er sagt. Það á ekki heima í Ds. starfi, Ds. starfið á að snúast um að láta hugmyndir dróttskáta verða að veruleika. Foringinn á að aðstoða við að koma þeim í verk og veita nauðsynlega fræðslu svo að það sé öruggt og hættulítið.
Ds. Fenris hefur verið mjög aktív sveit, farið nokkrar ,,hardcore” útilegur en einnig nokkrar ,,chill” ferðir. En það er fjölbreytnin sem gerir okkur að góðri sveit. S.l. ár höfum við farið að kafa, DS: SAMAN, skyndihjálparnámskeið, ísklifur (tvisvar), nokkrar göngur, kíkt á BANFF (kvikmyndahátið fjallamanna), sund, fengið nokkra fyrirlestra frá HSG um ýmislegt tengt ferðalögum ásamt nú í kvöld á skíði fyrir norðan.
En nóg um hvað við höfum verið að gera, ég vil fá að heyra hvað aðrar sveitir hafa verið að gera, setjið greinar inn á Huga og segið frá. Berum saman bækur og ef einhver hefur gert eitthvað sniðugt þá á sá hinn sami að segja frá því svo aðrir geti notið þess. Ef það er vilji til að hafa einhvern hitting milli Ds. skáta á landinu í öðru formi en Ds. Gangan eða SAMAN, þá er það ykkar DRÓTTSKÁTANNA að koma með hugmyndir, ekki láta mata ykkur.
Sölvi, þrátt fyrir að Ágúst sé virkur í útivist þá held ég að það sé einungis brot af þeim ferðum sem hann fer sé einungis á vegum Ds. Fenris. Þrátt fyrir að ég sé í Ds. Fenris þá ferðast ég einnig utan sveitarinnar á eigin vegum. Ég veit að það eru líka fleiri sem stunda útisvist af kappi en ég vil fara að sjá greinar um það.
Með kveðju Hjörtur úr Ds. Fenris