Fyrsta skáta-Ædol keppnin var haldin í Loftkastalanum með pompi og prakt í dag. Alls tóku 7 félög þátt í keppnina. En félögin þurftu að velja einn þáttakanda til að taka þátt fyrir hönd síns félags, annað hvort með undankeppni eða með því að skipa einn fulltrúa.
Fyrir hönd Hraunbúa var það Hulda Jónasar,
frá Vífl var það Ylfa Marím Haraldsdóttir
Árbúum: Iðunn Gná Gísladóttir,
Heiðabúum: Heiðrún Pálsdóttir,
Svönum: Vigdís Ásgeirsdóttir (Vigga),
Erninum: Harpa Dögg (fann ekki hvers dóttir hún er)
og frá Segli var það Eva Dögg Pálsdóttir
kynnar voru þeir Daníel og Hjalti úr Hamri og Kópum.
Keppendur fóru síðan saman í óvissuferð með aðstandendum keppninnar og kynnum. Farið var m.a. í Blá lónið á Hárgreiðslustofu og einnig í myndatöku, en myndirnar voru síðan notuð á plaköt og bælking um keppnina.
Keppendur hittust síðan aftur og fóru í bíó á myndina The Cat in the Hat með Mike Myers í aðalhlutverki.
í dag var síðan keppnin haldin eins og fyrr segir og þurftu keppendur að mæta uppí Loftkastala kl 8 til þess að æva rensli og fara í hárgreiðslu og förðun. Keppendur mátt taka með sér einn gest (fyrir andlegan stuðning) og var ég svo heppin að fá að fara með henni Viggu. Allt gekk þetta eins og smurt og fljótlega fór húsið að fillast. Sum félög voru í búningum t.d. var Seglar búnir að prenta á boli og svanirnir voru í beliku, en bleikur varð eiginlega litur keppninnar þar sem flest allir keppendur voru í e-u bleiku.
Fyrirkomulagið var þannig að allir keppendur sungu eitt lag og eftir hvern flutnin kommenteruðu dómarar frammistöðu keppenda (eins og gert er í alvöru idol) Því miður man ég ekki nafnið á dómurunum.
Þegar allir keppendur voru búnir að syngja var gert hlé og fóru dómarar afsíðist og völd 3. keppendur til þess að taka þátt í Úrslitin sem voru haldin eftir hlé. fyrir valin voru þær Ylfa Marín úr vífli, Iðunn úr Árbúum og Vigga úr svönum. Þær þurftu síðan að syngja annað lag og þegar þær allar voru búnar að syngja var gerð sms-kosning.
Níkjörin skátahöfðingi Mmargrét tómasdóttir, tilkinnti síðan niðurstöður kosningarinnar og afhenti verðlaunagripinn. Niðurstöður kosningarinna urðu síðan svona: Iðunn Gná var kosin Skáta-Ædol íslands mep meirihluta atkvæða (eða 58%) í 2. sæti var síðan Ylfa Marín úr vífli með 32% atkvæða og í 3. sæti lennti Vigga með 12% atkvæða (er ekki alveg viss um að þetta séu réttar tölur hjá mer, en mig minnir að þetta hafi farið svona) Alls voru um 230 atkvæði greidd.
ég vil óska Iðunni innilega til hamingju með sigurinn, einnig vil ég óska öllum öðrum þáttakendum til hamingju þið stóðuð ykkur frábærlega.
Það má nú heldur ekki gleyma að þakka þeym sem stóð fyrir keppnina og eiga þau hrós skilið fyrir frábært framtak, en við vonum að þetta verði að árlegum viðburði.
B-R-A-V-Ó, BRAVÓ, BRAVÓ, BRAVÓ
Bergdís Inga Brynjarsdóttir
skf. Vífli
ds. fenris