Ég tók eftir því þegar ég skrifaði hina greinina að fólk var bara með móral út af því að ég er Ægisbúi. Allt í lagi, verið með móral, en mig langar að segja þetta:
Ég veit ekki hvernig þetta hófst allt með allir-á-móti-Ægisbúum, en ég veit að þetta eru bara endalaus leiðindi. Ég vil að þetta hætti. Ég vil að við getum öll verið vinir. Við erum jú allir skátar og gengur það ekki út á það að vera allir hluti af einni stórri heild? Ekki að vera hluti af einni lítilli heild sem er í stríði við alla hina.
Ég vil sátt. Ég er viss um að það eru margir aðrir sem vilja það líka. Ég veit að ég get ekki gert neitt núna, ég er bara fjórtán ára. En, ég get haft áhrif þegar ég er orðin sveitarforingi með einhverja virðinu innan félagssins. Ef þið gerið það sama í ykkar félögum getum við kannski hætt þessu. Og ef það eru einhverjir Ægisbúar að lesa þetta, þá finnst mér að þeir eigi líka að hugleiða þetta. Við erum bara eins og hvert annað skátafélag, og ef fólk er almennilegt við hvort annað er ég viss um að þetta getur breyst. Það þarf bara einhver að byrja! ÉG er þegar byrjuð.
Kv. Sirja