Undur vetrar
Dagana 4.-10. apríl verður haldið dróttskátamót að Hömrum. Mótið er opið dróttskátum og eldri skátum auk þess sem ungliðum og félögum björgunarsveita gefst kostur á að taka þátt.
Mótið verður sett aðfaranótt Pálmasunnudags sem er 4. apríl og stendur til laugardagsins 10. apríl. Mótssetningin fer fram að Hömrum kl. 04:04 og að henni lokinni skiptast þátttakendur upp í hópa eftir því hvaða ferð þeir hafa valið að fara í. Hóparnir hittast svo aftur um miðjan dag þann 8. apríl (skírdag) að Hömrum, þar sem seinni hluti mótsins fer fram.
Reiknað er með að allir hópar verði komnir að Hömrum fyrir kl. 16 á fimmtudag. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta vetrardagskrá þar sem m.a. fer fram hin árlega Bikarkeppni skíðasambands skáta. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur gisti í tjöldum. Mótinu líkur svo um hádegi laugardaginn 10. apríl.
Þátttökugjald er 6.700 kr. auk þess sem greiða þarf sérstaklega fyrir áhugasviðsferðirnar. Innifalið í gjaldinu er matur frá fimmtudagskvöldi til hádegis á laugardag, gisting og dagskrá á þeim hluta mótsins sem fer fram að Hömrum. Auk þess fá þátttakendur afhentan minjagrip.
Skráning fer fram hjá starfsmanni Hamra Ásgeiri Hreiðarssyni í síma 862 2279 og á hamrar@skatar.is allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað.
Einnig má skoða bækling á http://www.scout.is í formi pdf skjals.
Ætlaði bara að minna á þetta og svona fá að vita hverjir ætla að mæta, hvað segiði?
Skátakveðja
Helgi Valur Harðarson