Eins og flestir netverjar hafa tekið eftir þá er Ædol skátaleit á næsta leiti. Ædol er fyrir alla skáta, ekki einungis dróttskáta. Öllum félögum landsins er boðin þáttaka og vonumst við til að sem flest félög sjái sér fært að mæta með þáttakanda.
Keppnin fer þannig fram að félögin sjálf halda undankeppni eða útnefna keppanda fyrir sitt félag. Keppendur æfa svo stíft fram að úrslitakeppninni sem verður í Loftkastalanum 28. mars næstkomandi kl 13:00.
Þér gefst svo kostur á að velja sigurvegara með sms-kosningu sem verður eftir að allir hafa flutt sitt lag.
Allar nánari upplýsingar eru á www.hraunbuar.is/idol.
Nú er málið koma útúr sturtunni og sýna hæfileikana!