Í endan desember og byrjun Janúar var norræna skátaráðstefnan Ung I Norden haldin líkt og siður er á tveggja ára fresti. Að þessu sinni kom í hlut Íslands að halda ráðstefnuna og því mjög spennandi fyrir útlendinga að koma hingað til lands og fara í bláa lónið og horfa á flugeldana yfir áramótin. Um 25 þáttakendur voru mættir frá fimm löndum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Færeyjar og Svíþjóð vantaði að þessu sinni.
Yfirskrift ráðstefnunnar var “Hvernig hindrum við brottfall táninga úr skátastarfi?”. Brottfall táninga úr skátastarfi er mikið vandarmál og því var umræðuefnið ekki auðnálgast. Á Úlfljótsvatni var heilli helgi eytt í að ræða þetta og borða og þegar helgin var liðin komu margir áhugaverðir punktar fram þótt að engin töfralausn hafi fundist nema að binda skátastarf í stjórnarskránna sem væri kannski fullhart.
Ráðstefnur sem þessar eru mjög gefandi og hvet ég alla sem hafa tök á að fara út til svipaðra erindagjörða að hika ekki við það!
Af hverju hætta táningar í skátastarfi og hvað getum við gert til að hindra það?