![Ung I Norden](/media/contentimages/10168.jpg)
Yfirskrift ráðstefnunnar var “Hvernig hindrum við brottfall táninga úr skátastarfi?”. Brottfall táninga úr skátastarfi er mikið vandarmál og því var umræðuefnið ekki auðnálgast. Á Úlfljótsvatni var heilli helgi eytt í að ræða þetta og borða og þegar helgin var liðin komu margir áhugaverðir punktar fram þótt að engin töfralausn hafi fundist nema að binda skátastarf í stjórnarskránna sem væri kannski fullhart.
Ráðstefnur sem þessar eru mjög gefandi og hvet ég alla sem hafa tök á að fara út til svipaðra erindagjörða að hika ekki við það!
Af hverju hætta táningar í skátastarfi og hvað getum við gert til að hindra það?