Við í skátafélagina Faxa í Vestmannaeyjum, ákváðum að skella okkur á keilumót Garðbúa ásamt því að kíkja í menninguna þarna á Íslandi. Farið var í tveimur pörtum þ.e.a.s með fyrri ferð og seinni ferð með Herjólfi. Skammst frá því að segja að ferðin tókst með ein dæmum vel.
Þegar allir voru komnir í bæin fórum við að skauta, og sýndum miklar listir þar. (sérstaklega Þóra og Leifa, því þær voru einar sem runnu á hausinn). Farið var í Kópaheimilið, þetta fallega og vel hirta heimili… Takk fyrir okkur Kópar. Fórum við svo með Gísla í Vífli upp í Heiðmörk… og sýndum mikla takta þar,, því þar misstum við púströrið undan bílnum mínum (eða mömmu og pabba). En Gísli bjargaði málunum og tók bara púströrið undan, heyrðist þá mikið í bílnum  Fengum við líka að skoða Vífilsheimilið og fannst okkur það mjög fínt. Farið var aftur í Kópaheimilið.. Þar sem Gísli sagði okkur brandaran um Baldur galdur… sem sumir áttu mjög erfitt með að skilja. Farið var að sofa seinnt man ekki alveg hvernær, eða hvort maður svaf eitthvað því Sandra var svo plás frek, þurfti sko að deila dýnunni með henni. Ég og Sandra vöknuðum klukkan 6:30 og vorum strax beðnar um að þeyja, og ekki skil ég það. Vöknuðu svo allir um 10 og farið var með bílin og láta kíkja á pústið, sem auðvitað tókst (enda mjög klárir bilamenn í Hafnafirði) Farið var svo að kaupa búninga fyrir keilumótið, náð í bíó miða sem okkur voru gefnir, en þeir fundust þá ekki ( en komu í leitirnar síðar) Kolbeinn í Hraunbúum tók svo vel á móti okkur og leyfði okkur að klifra, sem var mjög gaman. Kolbeinn sýndi okkur líka Hraunbyrgi, og laug okkur fullar af einhverri djöf… rugli um skátaheimilið, um einhverja demanta og gat í gólfi, sumir fóru út í bíl og biðu eftir þeim sem langaði klifra meira. Fengum okkur mjög fínt að borða… bara KFC í Hafnafirði sem er bara ÓGÓ gott, en Gísli og Gunnur fóru með okkur. Komum svo aftur í snyrtilega Kópaheimilið, og láum þar í pínu stund. Við erum náttúrulega utan bæjar fólk og komum við af stað sem er ekki strædó og okkur langaði mjög að fara í svona óvænta ferð með þessu gula flotta stóra bíl sem stoppar, ef maður ýtir á einhvern takka. Farið var í bíó eftir að miðarnir fundust á mjög óvæntum stað, fórum við á Kill Bill, sem er svo sem ágætis mynd held ég. Eftir bíóið var haldið held ég í skátaheimilið í Kópavogi og slappað af þangað til einhver hringdi í Sölva og spurðu hann hvort hann væri í skátaheimilinu, og komu þessir óvæntu gestir einhvern tíman og fóru ekki fyrr en við fórum á keilumótið, sem gekk bara nokkuð vel. Því við setum markið ekki mjög hátt, því það var að tappa með STÆL. Eftir keilu þá fórum við í skeyfuna og fá okkur að borða. Keyrðum svo til Selfoss og fengum að fara í skátaheimilið það og sváfum við á dýnum þar í einn og hálfan tíma þ.e.a.s Erna, Þóra, Elín og ég. En Leifa og Sigrún voru vakandi.. ekki furða þær sváfu á meðan gestrinir voru hjá okkur um nóttina. Keyrðum við svo í átt að Þorlákshöfn þar sem þjóðvegurinn okkar beið okkar, Herjólfur. Og silgdum við þreytar heim á leið.. Þetta var öfga skemmtileg ferð.

Kveðja
Rósa