Jæja kæru bræður og systur, nú erum við í skít uppfyrir haus!!!
Nú berast þær fréttir á götunni að unglingar safnist saman í ýmsum skátaheimilum á höfuðborgarsvæðinu um helgar og stundi þar ýmsan ósóma s.s. áfengisdrykkju ofl. í þeim dúr.
Þarna eru skátar á ferð sem bera ekki nokkra virðingu fyrir skátastarfinu og er nokk sama um orðspor síns félags.
Þegar ég heyrði þetta þá varð ég hel-illur því ég kæri mig ekkert um að vera bendlaður við eitthvað svona sem skáti og foringi, ég veit það allavega að skátar í mínu félagi bera það mikla virðingu fyrir heimilinu og starfi félagsins að þeim dytti svona lagað ekki í hug.
Ég skora hér með á Starfsmenn eða Félagsforingja að kynna sér hvernig ástandið er í þeirra heimili seint á kvöldin um helgar.
Ef ástandið lagast ekki strax, þá er það heimting okkar sem viljum veg skátahreyfingarinnar sem mestan, að SSR taki á málinu með hörðum höndum.
Í versta falli ætti SSR að geta sett stjórnir félaga af þar sem ástandið er svona slæmt.
Kveðja, einn illur.