Við lögðum af stað úr bænum um 1700 leitið á föstudagskvöldi. Spáð var stormi aðfaranótt laugardags og leiðindaveðri það sem eftir var af helginni. En hvað er einn stormur á milli vina. Við lögðum af stað frá bílnum um 1830 ég(Jösta), Danni, Robbi og Turi. Eitt tjald var með í för á ætlunin var að hrjóta í því um nóttina. Skokkuðum þetta í fínu gönguveðri, skýjað og logn. Robbi var alltaf að kvarta undan bakpokanum, og þegar betur var að gáð var hann með hálfa búslóðina fasta utan á honum. Þar var skýringin fundinn.
Komum í náttstað um 2100 og tjölduðum tjaldinu og fengum okkur að spise. Um 2200 var komið leiðinda veður úti en við létum sem ekkert væri og borðuðum pistasíuhnetur og súkkulaði inni í nýja fína tjaldinu hans Tura. Danna var orðið ansi kalt en hann var vindmegin í tjaldinu í kalda sumarpokanum sínum. Hann hafði bara gott af því.
Maður rétt náði að sofna þangað til að stormurinn náði hámarki um 0100. Svo tókum við því rólega um morguninn og lögðum af stað um 1100. Skokkuðum upp í vonda veðrið, þoku, vind og rigningu. Ætluðum að fá okkur nesti í skála sem Ísalp á inni í Botnsdal. En Turi var svo ljóngáfaður að hann nennti ekki að setja punktinn af skálanum inní GPS tækið sitt. Svo kenndi hann okkur um að við fundum ekki skálann. Fúlt. Þannig að ekki var um annað að ræða en fara yfir skarð sem er milli Miðsúlu og Syðstusúlu.
Þegar við komum upp í skarðið var vindurinn mjög sterkur. Þegar ég segi mjög sterkur á ég við 34-38 m/s í verstu kviðum svo maður með þungann bakpoka féllur um koll, eða réttara sagt flýgur. Turi sagði mér að ég hafði flogið um 3 metra þegar ég féll um koll efst í skarðinu. Regnhlífarnar vildu ekki haldast utan á bakpokunum og við vildum helst komast niður sem fyrst. Hlupum niður og fórum í þurr föt. Brunuðum í bæinn eftir massa ferð.
Tevur eru drasl