Jæja ég var í flokksforingjanámskeiði í Lækjabotnum þarsíðustu helgi. Það klúðraðist eitthvað skráningin hjá Kópum við flokksforingjanámskeið á Úlfljótsvatni þannig að þeir héldu bara flokksforingjanámskeið á eigin vegu.
Hún byrjaði á því að allir mættu upp í skátaheimili klukkan 20:00 á föstudeginum. Keyrt var af stað upp í Lækjarbotna. Um kvöldið var sagt okkur frá flokksforingjanámskeiðinu, skipt í flokka, komið sér fyrir og fengið sér kvöldkaffi.
Næsta dag fórum við í morgunleikfimi og fengum við okkur morgunmat. Svo þurftum við að skrifa í bók læra hvernig á að vera flokksforingji frá klukkan 9-11 minnir mig.
Svo fengum við það verkefni að hita súpu úti kveikja sjálf upp eld og hita súpuna. Það gekk ekki alveg nógu vel því að þetta var soldið mikil súpa (fyrir 20 manns) þannig að við vorum sonna c.a. í tvo tíma að hita hana. Svo borðuðum við súpuna sem var alveg ágæt.
Þegar allir voru saddir áttum við að fara út í einhverja leiki og fórum í einhverja en svo vissum við ekkert í hvaða leiki við áttum að fara í því að þeir sem voru að stjórna leikjunum höfðu víst ekki skipulagt þetta nógu vel. Þá ákváðum við að fara í rugby (rúbbí). Djöfull var gaman í rúbbí marr. Við vorum í rúbbí í eikkað tvo tíma eða eikkað marr.
Einhverstaðar á milli þessum leikjum var nú kaffitími þannig að við dóum ekki úr hungri.
Spagetti var í kvöldmatinn og minn flokkur lenti í því að vaska upp og taka til af borðum. Ég hélt að ég myndi aldrei klára að vaska upp þessa bunka af diskum (það komu sko fleiri foringjar um kvöldið) en það hafðist.
Eftir kvöldmatinn var eitthvað pínu frjálst og eikkað og svo mjög skemmtileg kvöldvaka með skemmtiatriðum og öllu. Tveir kallar voru þarna í kvöldvökunni og einn af þeim var orðinn soldið ryðgaður í öllum þessum skátalögum. Hann átti að fara með leik eða sonna dans og döfull var fyndið þegar hann var var að dansa og vissi ekki neitt. Svo var bara farið upp að sofa í þessum notalegum kojum.
Næsta dag fórum við í svakalega morgunleikfimi líklega sú besta sem ég hef fengið.
Við þurftum við að læra jafn mikið frá 9-11 eða bara skrifa í bók. Svo var þrifið skálann aðeins fyrir tímann soldið mikið fyrir tímann þannig að við vorum búin að þrífa klukkan 13:00. Þannig að við þurftum þá að reyna að gera eitthvað úti frá klukkan 12-16. Þá reyndum við eitthvað að fara í skátafótbolta sem er sonna völlur sem er U laga. Það var nú ekki skemmtilegt þannig að við fórum bara aftur í rúbbí. Það var líka alveg geðveikt gaman og ég var fyrir þeirri ógæfu að þurfa alltaf að vera á móti svakalega feita stelpu sem sá um að verja markið.
Við vorum bara í rúbbí og vorum orðin soldið þreytt klukkan 15:00 þannig að við ákváðum bara að sitja á pallinum og bíða eftir bílunum. Vegna þess að það var mikill vindur notuðum við sonna borð sem er með fastann bekk við sem skjólvegg.
Svo komu bílarnir og sóttu okkur.
Svo ákváðu allir að fara um kvöldið í bíó.
Þægilegt var að komast inn til sín með hálfskrifaða stílabók eftir kaldann dag og mjög skemmtilega útilegu.