Hér eru nokkrar hugmyndir.
1.Hnútafundur..ekkert sérstkalega frumlegt en klassískt.
2.Pakkkeppni(spilið pakk), ég fór með stelpurnar mínar í pakk-keppni það sem að það var keppni hvaða lið næði fyrst 7 stigum(má ekki vera of langdreigið, þetta virkaði mjög vel og úr varð spennandi keppni.
3.Skyndihjálp, gamla góða læsta hliðarlegan og svona klikka aldrei.
4.Búa til stressbolta úr hveiti og blöðrum, ekki mikill efniskostnaður og svona sem er plús. Best er að láta fyrst hveiti í sellófan og láta síðan í blöðruna sem er búið að klippa af að ofan.
5.Hnútatafla, ég fór bara til smíðakennarans míns og hann sagaði út flotta spýtu fyrir mig með svona berkinum á hliðinni og svo gerði hver stelpa einn hnút og þeim var raðað flott á spýtuna og síðan voru nöfnin skrifuð undir svo var þetta auðvitað sett á flokksvegginn.
6.Láta krakkana koma með t.d viskustykki og sauma úr þeim poka undir maratáhöld s.s hnífapör fyrir t.d landsmót og svoleiðis. Svo er hægt að vinna með þá fleiri fundi og sauma nöfnin sína á pokana og kannski flokksnafnið líka.
7.Kimsleikskeppni, ég er t.d með keppni sem er einusinni í mánuðuði(í mestalagi, má allsekki vera og oft)og sá sem vinnur þann mánuð fær nafnið sitt skrifað á lítinn leðurbút með mánðinum aftaná sem er safnað saman í hálsmen sem er með flokkslógóinu á.
8.Hafa sundfund, síðan kaupa sér pulsu í pulsuvagninum í Laugardalnum…
9.Kenna ,,uppskriftina“ að hike-brauði og búa það til.
10.Verpa eggjum…
11.Yfir.. klassaleikur sérstaklega þar sem að það er fullkomin aðstaða fyrir yfir hjá heimilinu okkar.
12.Gera vinabönd, alltaf gott að stela slatta af böndum úr saumastofunni í skólanum sínum, vinabönd geta líka orðið að flottum flokkseinkennum.
13.Semja nýtt flokkshróp þar sem að flest flokkshróp eru orðin úrelt:), Kannski semja flokkssöng líka, best er að finna eitthvað gott lag sem allr kunna og semja texta við. T.d þá sömdum við í gamla flokknum okkar flottann texta við lagið ,,í bláum skugga”.
14.Stjanaviðflokksforingannfundur..
15.Hmm, mér dettur ekkert fleira í hug í augnablikinu…:p
Síðan er t.d gott að starta fundi með að syngja skátalög (gott að hafa gítarleikara í flokknum þá;) Það er líka gott að byrja fundi á að fara í leiki og leyfa krökkunum að fá smá útrás áður en það er farið að gera eitthvað rólegra, þar má meðal annars nefna sokkabolta og hrúðurskvass.
Vona að þessar hugmyndir komi að eitthverju gagni og það er um að gera að deila hugmyndum sem að gætu verið að fundum.
kv. Anna Beta Skjöldungum
Veni, vidi, vici…Ég kom, sá og sigraði