Við lögðum 5 á stað hress og full tilhlökkunar. Í herjólfi byrjaði ferðin með að ég varð mjög sjóveik(fékk að heyra það alla helgina).
Gummi Fossbúi kom og náði í okkur og skutlaði okkur á Úlfljótsvatn ásamt Ólöfu Fossbúa.. Á Úlfljótsvatni hittum við svo Tomma og Ragga landnema. Við urðum að býða í nokkurn tíma í Ksú þangað til okkur var skutlað í sumarbústaði þar sem við gistum.. Þar var okkur skipt í 2 flokka. Og lentum við Sandra og Hjöll saman í flokk ásamt Ottói, Halldóru, Óskari, Kalla og Gunnari úr Hamri, Önnu Eir, Elmari, Snorra úr Landnemum og svo Dóra Heiðabúa og var þetta bara helvíti skemmtilegurhópur.. Um kvöldið var svo fyrsti fyrirlesturinn(þrátt fyrir að allir væru dauð þreyttir) Eftir hann var svo flokkunum skipt í 2 flokka og annar hópurinn tók þátt í ræðukeppni á móti öðrum hópnum í hinum flokknum.. Hinn hópurinn gerði verkefni á meðan. Síðan fór alveg ótrúlega fyndinn ræðukeppni(flestir að drepast úr feimni). Síaðn var kvöldkaffi og haldið yfir í bústaðina sem við gistum í þar sem við spjölluðum aðeins saman og fórum svo að sofa.

Laugadagurinn
Við vöknuðum mjög snemma og höfðum góðan tíma til að borða og sonna og fór svo helmingurinn að horfa á morgunsjónvarp barnanna… En síðan var haldið á 1 fyrirlesturinn sem Einar Elí hélt fórum svo í ótrúlega skemmtilegan leik sem ég man ekki hvað heitir, Síðan hélt Guðrún Ása fyrirlestur um Alþjóðastarfið. Eftir það fórum við og unnum verkefni…
Í hádeginu elduðum við svo og komu Gása og Gummi til okkar í hádegismat en Einar Elí fór yfir til hins hópsins.
Haldið var svo á fyrirlestur um lífið eftir forsetamerkið sem Gummi hélt..
3 kaffið var svo haldið í Ksú með krökkunum á flokksforingjanámskeiðinu. Labbað var svo aftur yfir og fór annar hópurinn að undirbúa skemmtiatriði og hinn hópurinn að æfa sig fyrir ræðukeppni nr 2.
Ég tók audda þátt í ræðukeppninni þrátt fyrir að geta keki talað mikið án þess að allir í kringum mig hlóu sig máttlausa(var svo hás að það koma mest bara kvísl og eins og ég er verð ég alltaf að tjá mig mjög mikið)
Eftir þetta var svo fyrirlestur um Bís..
Kvöldmaturinn var svo haldinn aftur með krökkunum á flokksforingjanámskeiðinu og kvöldvakan líka.. Þar sem Fossbúabandið spilaðu(Völunudur og Sævar Fossbúar) Ég gat því miður ekki sungið mikið og gerðu Einar Elí og Gummi mikið grín að mér;o(
Um kvöldið þegar við komum svo aftur upp í bústaði var fyrirlestur um dróttskátasveitina þar sem Sæþór úr Faxa sagði okkur frá því hversu leiður hann væri þegar við stelpurnar værum leiðar.. Honum tókst næstum að bræða okkur;o)
Um kvöldið þegar við vorum kominn í svefnbústaðina komu Baddi Hamri og Erna Faxa í heimsókn yfir til okkar.. Og sátum við Erna, Sandra,Óskar, Baddi, Gunnar og Dóri,og spjölluðum, sögðum draugasögur og sonna til 6 eða 7 um morguninn(sváfum ekki mjög mikið)

Sunnudagur
Vaknað var kl eitthvað um 9 eða 11 man það ekki. Var haldið á fyrirlestur og síðan labbað niður í Ksú og borðað og haldið svo að þrýfa skálanna.
Þegar krakkarnir fóru svo með rútuni fórum ivð Eyjakrakkarnir með Gumma og Ólöfu niður í Jb og hjálpuðum honum að taka matinn saman og horðum svo á video þangað til Gummi skutlaði okkur í Þorlákshöfn..
Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi og á styrkti okkur öll í að halda áfram í starfinu og leið okkar að Forsetamerkinu.. Og voru leiðnbeinendurnir mjög skemmtilegir eins og krakkarnir.. Og var Gummi sérstaklega góður við okkur.. kv Alma Elísabet