Þetta er reynslusaga mín af Riddaraútilegu, 2003, með skátafélganiu mínu, Ægisbúum. Hún var einhvertíma eftir áramót.

Nauðsynlegt að vita:

-Ég er í sveitini Hvíta Fjöðrin, skammstafað Hv.F. Hún er fyrir krakka í 8. og 9. bekk. Ég var í 8. þegar þetta gerðist.
-Sveitin mín er nokkurs konar vinnusveit.
-Mar þarf eignlega að hafa komið á Úlfljótsvatn til að vita allveg hvað ég er að fara.

Þetta byrjaði allt ósköp sakleysilega, eins og allar þessar hrikalegu Útilegur. Við mættum upp í heimili um kl. 19:00, og lögðum af stað um 20:00 (áttum að leggja af stað 19:30).

Þegar við komum á svæðið, ca. 22:30, var (vitanlega) klikkað veður o.fl. Við komum okkur fyrir, mín sveit í salnum uppi í JB, og fórum svo út að leita að einhverju dótaríi. (Man ekki alveg hvað það var. Ég var nebbla frekar vönkuð, eins og reyndar allaf). Það var víst einhver fáni sem mín sveit átti að finna. Hinar sveitirnar áttu að finna flöskur með miðum í. Þær eru eitthvað yngri. Svo áttum við að koma að Bjölluni, dingla henni og láta svo einhvern foringja sem var á staðnum fá, í okkar tilfelli, fána. Foringarnir hjá okkur halda nebbla að Ægir kóngsi sé alltaf einhverstaðar og alltaf að týna einhverju. Svo fengum við skalaust kvöld kaffi (sprungu BARA 7 glös!) og svooo fórum við að sofa.

Næsta dag fór sveitin mín í hryllilegt, hrikalegt og HRÆÐILEGT hike! Í kringum Úlfljóts vatn. Það voru líklega svona 30 metrar í sekúndu, og rigning sem stakk mann í andlitið. Við þurftum að ná í einhvern bakpoka inn í helli sem var fullur af vatni. Það var Pipinn, á kasmir, sem náði í hann, þar sem hún var þegar orðinn blaut(eftir kannski 30 min! En hún er nú líka snillingur í því að blotna.) Í honum var… Látum okkur sjá… Já, blautur prímus, Gayol, Gayol, Gayol, og meira Gayol. Ég held að ég sé að gleyma einhverju… Já, allveg rétt, MEIRA Gayol! Svo fórum við aftur af stað.

Þegar við komum að á, eða einhverju sem líktist á allavega, ákváðum við að gefast upp. En við gerðum það ekki. Eins og venjulega. Við flutum yfir ána og fundum svo skjól bak við einhvern gamlam kofa þar sem við heltum vatni úr skónum okkar og flr.

Svo fórum við aftur af stað og komum LOKSINS í Steingrímsstöð, eða hvað virkjuninn þarna heitir. Því var fagnað með því að kissa malbikið. Þar sníktum við VATN (eins og við höfum þurft VATN!!!), hituðum það á þessum prímus, sem alltaf var að slokkna á, og svo, eftir að hafa svolgrað í okkur ógeðslega kekkjótta bollasúpu með bestu list, borðað blautt brauð og hringt í foringjana ca.8 sinnum og beðið þau að sækja okkur lögðum við aftur af stað. Stuttu seinna mættum við Hörpu, einum af þessum andstigðar foringjum okkar, á Elanoru(bíll, sko, ekki geimflaug!). Hún pikkaði okkur upp og fór með okkur svona einhverja leið í tvemur hollum. Ég var í fyrri partinum og minn partur dansaði HókíPókí á veginum (óskuðum þess öll í leyni að einhver bíll kæmi og keyrði okkur niður). Stuttu seinna kom seinni partur hópsins okkar og Harpa yfirgaf okkur. Við lögðu aftur af stað.

Næsti áfangastaður okkar var Ljósafoss. En þegar við vorum búin að vera að labba í svona hálftíma, held ég, (mar missir allt tímaskin!) kom þetta líka yndislega fólk sem hafði gefið okkur vatnið og pikkaði okkur upp. Þau sögðust bara ekki vilja vita af okkur úti í þessu veðri. Þetta yndislega fólk keyrði okkur alla leið til Úlfljótsvatns, skítt með verkefnið á Ljósafossi, hugsuðum við þegar við sátum í bílunum í gleðivímu.

Svo þegar við komum á Úlfljótsvant. Þurftum við (vitanlega) að fara að leita að þessu ljóta sverði sem Ægir konungur átti víst að hafa týnt. Þau vilja bara ekki viðurkenna það, en það eru þau sem eru alltaf að týna einhverjum, og nenna ekki að leita. Við fórum í fíluferð niður að steinunum þrem, þar sem “einhver” hafði ekki nennt að fara með sverið þangað. Ég segi ekkert um hver! Og… LOKSINS þegar ég og Ameza vorum búnar að ljóskast um allt JB, uppi, fundum við sverðið, fórum með það til Braga foringja og svo fórum við upp að sofa. Reyndar er það ekki allveg satt… Við skiptum um föt og fórum að horfa á friends inn í leiniherbergi foringja í einhverri fartölvu. Það er að sega þega það var búið að skamma okkur fyrir lélegan útbúnað.

Svo undirbjuggum við artriði fyrir kvöldvökuna. Það var fynndið, og verður sagt frá því um leið og kvöldvökuni.

Svo var matur. Þessi líka svaka fíni veislumatur. Get ekki sagt frá því þegar við borðuðum. Það er bannað að tala með fullan munninn.

Kvöldvakan var ágætlega heppnuð. Atriðið okkar var á þessa leið:
Elvar: Bragi
Pípin: Tara, hundurinn hans Braga
Hini í sveitini minni: Krakkar

Bargi: FLOKKRAÐIR!
Krakkar fara í flokkaraðir.
Bragi: Þið eigið að leita að dósum…
Tara hvílar að Braga: ÁL dósum!
Bragi hneigir sig fyrir Töru og segir: Já, herra!
Bragi: Áldósum í 10.000 kílómetra radíus. Farið.
Krakkarnir hlaupa af stað.
Tara gefur braga bendingu.
Bragi: Já, en meistari, einhver gæti séð!
Tara: Sittu!
Bargi sest og segir: Já, Ægir konungur!

Svo fórum við að sofa eftir að hafa gert eitthvað í tengsulm við sjónvarp, og haldið diskó. Það má sega á Hv.F. hafi sloppið vel í þessari útilegu, miðað við hvernig Hv.F. sem far árið áður endaði. Það var sprautað á þau úr brunaslöngu.

Man því miður ekki hvað gerðist seinni daginn. jú, við fórum heim.