—————————–Formáli——————- ———–

Þessi saga sem er fyrsti hluti af fimm fjallar um dreng að nafni Brjánn. Brjáni langar ofar öllu að verða skáti. Brjánn ákveður að fylgja vini sínum Kára á skátafund sem haldinn er af skátafélaginu “Tapparnir”. Saga okkar hefst á fyrsta fundi…

———————-Brjánn Verður Ylfingur———————-


Djúp rödd úr koki Guðmunds skátaforingja dundi um allt “Jæja,veriði velkomnir kæru skátar hingað á þennann 44-ða fund skátafélagsins Tapparnir árið 1990. Hér með okkur í dag er nýr meðlimur hann Brjánn Ingólfsson og mun hann verða hér með okkur í kvöld er við syngjum Kúmbæja,Vissgassgúllígúllí og fleiri skemmtileg skátalög,Jæja ég er til með Gmoll-ið á gítarnum.. eru allir til?” “Já” kölluðu allir spenntir og brátt brást söngurinn út um allann skálann “kúmbæja mæ lord,kúmbæja” og eftir að allir höfðu skemmt sér gífurlega var kveldið sett og allir fóru heim.
Kári og Brjánn gengu í gegnum Fossvoginn og alveg að Grímsbæ og þar sátust þeir niður “hvað helduru að maður sé lengi að verða svona Flokkstjóri eins og Gummi og að kunna öll þessi 4 grip á gítar?” þá ansaði Kári óttalega kuldalega “ég veit það ekki.. en ég er ansi viss um að þetta taki sinn tíma eins og allt í lífinu”
löng þögn kom á strákan en þá kallaði Brjánn í sömu andráð og hann stóð upp hlaupandi “koddu í kapp heim!” og þeir hlupu báðir heim í Kjalalandið og kvöddust.
Brjánn kom inn “Ég er kominn heim mamma!” enginn svaraði honum,hann gekk inní stofu og sá mömmu sína vera að ryksuga “Hæ Brjási minn.. hvernig gekk á fundinum?” “Bara vel mamma.. það var alveg ótrúlega gaman við sungum lög á borð við ”Jesus be my saver“ og ”vissgassgúllígúllí“ svo er víst landsmót í sumar þannig ef ég geng núna í Tappana þá verð ég ylfingur á því og fæ kanski ef ég er heppinn og eitthver veikist að vera fánaberi og fæ orðuna ‘'Fánaberi Landsmótsins árið 1990’'”
“Það var nú gott” sagði mamma og gekk niður stigann “Mamma,ég ætla að kíkja inní herbergi hans Badda og fara í Super Maríó 1. á Nintendo-inn hans Badda” Brátt eftir smá skemmtun við að berjast við að bjarga Prinsessuni og sveppinum fór hann að sofa.

Brjánn vaknaði við símann næsta morgun,“haaaaallóóó?” sagði Brjánn þreyttur “Hver er þetta með leyfi” sagði konan hinum megin við símalínuna “Brjánn heiti ég” “æ-ji þetta er skakt númer” sagði konan og skellti á“ Brjánn lagðist upp í rúmið í þeirri von um að geta sofnað lengur,enda var hann í sumarfríi. Driinng Driinng hringdi síminn aftur stuttu seinna.. ”Já“ ansaði Brjánn vakandi og lífsglaður ”Halló,hver er þetta með leyfi“ sagði konan ”heyrðu,hver er þetta,þú hringdir hingað rétt áðan“ sagði brjánn ”Er þetta Brjánn Ingólfsson?“ sagði konan spennt ”Já,það er ég“ sagði Brjánn og konan skellti á.
Brjánn gekk út úr herberginu með sænginga utan um sig og leitaði að mömmu sinni en fann hana ekki neinstaðar þannig hann fór bara í Super Mario en klæddi sig auðvitað áður,honum fannst gaman að hanga í tölvu bróður síns og naut hann þess til fulls því hann vissi að þegar bróðir hans kom heim af sjónum þá myndi hann ekki fá að fara í hana.
Bróðir Brjása var á togaranum Ingólfi með föður sínum og allri áhöfnini og kæmi hann aftur heim eftir u.þ.b 1 1/2 mánuð eða 1.Ágúst.

”Mér hlakkar til í kveld þegar ég fer til Kára,kannski kennir hann mér að spila Kúmbæja á klarinettið sitt….Loksins er ég orðinn Ylfingur!" hugsaði Brjánn er hann hoppaði oná karla í Maríó.

——————————————— ———————

Framhald mun koma bráðlega…..