Eins og þið hafið eflaust tekið eftir hefur mikið verið rætt um að borga foringjum fyrir störf sín. Flestir voru þó á þeirri skoðun að frekar ætti að umbuna foringjum. En hvernig umbunir hafið þið í huga? Endilega komið með einhverjar hugmyndir!
Sko eins og við í Kópum fáum öll námskeið frí því við erum foringjar þó það séu svona “launin” okkar þá tek ég það ekki til mín sem laun þannig að… ég veit ekki hvað er best… verður að vera einhver hlutur allegana t.d. föt eða eitthvað cool eins og hnífur, prímus, …
mér finnst að það þurfi ekkert að vera að umbuna forringjum með veraldlegum gjöfum þetta er sjálfboða vinna og þá á hamingjan af vel unnu verki að vera nóg.
Mér finnst það í raun verða að vera eitthver Umbun til þess að hvetja foringjana áfram.. T.d. er í sumum félögum svo kallaður foringjadagur, félagið borgi á námdkeiðin, foringjaútilegur, foringjakeppnir(svipaðar og Búkolla á Landsmótinu;o)
Ég tek undir það sem “closed” segir! Frítt á námskeið og mót og þess háttar, og svo kannski jólagjöf eða ietthvað frá félaginu! En auðvitað ætti gleðin og ánægjan að vera nóg, en það virkar bara ekki þannig! Því miður!!
Félögin ættu bara að sjá aðeins um foringjana sína, eins og foringjarnir halda utan um starfið. Þjálfun ætti að vera mun ódýrari fyrir þá og margt fleira. Lækka ársgjaldið og svona, margt sem hægt er að gera. Láta félagið frekar gera eitthvað svona smátt og smátt, ekki of stórt í einu.
Góður púnktur, en mér finnst að foringjaþjálfunin eigi að vera á félagsins ábyrgð! Það á ekki að vera að láta tilvonandi og núverandi foringja borga foringjanámskeiðin sem þau fara á þar sem þau eru að gera þetta oft félagsins vegna, til þess að félagið standi sig vel og þau verða betri foringjar…
Sko, í Skjöldungum er starfandi flokksforingjaklúbbur enn hann hætti þarna um tíma enn ég tók mig saman fyrir ári og endurlifgaði þennan klúbb. Bjó til nýjan fána og alles enn náði aldrei að gera neitt. Næsta ári ætla ég að taka klúbbinn upp aftur og þá að sjá um starf flokksforingjana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..