Ég sendi harðorða grein á skátaáhugamálið um daginn, og hún ekki samþykkt enda var hún í formi skítkasts. En eitt get ég sagt ykkur að þessi grein átti alveg rétt fyrir sér. Ég hef verið í skátunum síðan ég var 7-8 ára, þetta hefur ekki verið besta lífsreynsla mín á ævinni get ég sagt ykkur. Ég vill benda á að þið skátar virðist láta öll leiðindi vera eins og þau eru ekki til staðar, eins og þetta sé ekki til. Foringjar hafa oft verið sérstaklega leiðinlegir við mig, sama má segja um flokksmeðlimi, síðan fór ég í annað félag og þar er ég ekki að fitta inn. Það er bara einhver sérstakur hópur sem fær að vera svona “inn” í skátunum og sumir “out”, ef marka má mína reynslu, enda eru margir sem hætta snemma, og ástæðan er augljós. Það er sérstakur hópur sem er samansafn af fólki frá mörgum félögum sem eru saman og halda hópinn en svo virðist að fáir fá að fara inn í þennan hóp. Ég get bara nú nefnt dæmi að frændi minn, köllum hann bara Engilbert, hann er dýrkaður af ógeðslega mörgum í skátahreyfinguni enda þekkir hann marga í henni. Ég hef reynt að kynnast fólkinu út um allt eins og hann, en það er eins og það er gefið STOP merki á mig. Ekki veit ég af hverju.
Ég yrði nú ekki hissa ef þessi grein yrði ekki samþykkt, vegna þess að hún er bendir á svona hluti sem lætur skátana líta ílla út á sumum stöðum. Þetta er ewins og gömlu Sovétríkin, bara góð viðlíking.
Af hverju eru skátarnir ekki sameinaðir eins og hann á að vera samkvæmt Baden Powell lávarði? , blessuð sé minning hans, ég spyr bara, af hverju??
Þakka áheyrnina
Gullbert