Nokkrir vaskir skátar úr ds fenris skelltu sér í ferð norður á Blönuós 17-18 mai. Ástæðan var sú að við vorum beðin um að halda póstaleik og kvöldvöku fyrir skátana þar. Hittumst við í Víflaheimilin á föstudagskvöldið og gistum þar. Vöknuðum kl 7 um morguninn borðuðum morgunmat gerðum allt til og lögðum síðan af stað kl 8 (en hvað við erum morgunhress!). Við komum á Blönduós um 11 (minnir mig) og fórum við þá í Kaupfélagið. Þegar við komum úr Kaupfélginu fengum við likil að sumarbústaðnum sen við vorum búin að leiga. Kl.13 var farið upp í slisavarnarheimilið á Blönduósi, en þar áttum við að hitta skátana. Þar tók á móti okkur mjög huggulegur maður er Ingvi heitir, en hann er félagsfor. hjá Bjarma. Við skelltum okkur strax í kynningarleik og síðan í póstaleik, á hverjum póst þá fengu hóparnir einn hlut. Það var rjómi, poki + 10 kall, jarðaber og bakki. Úr þessu áttu þau að útbúa köku, þegar póstaleikurinn var búinn. Eftir kaffi og kökugerð var síðan farið í leik og svo fóru hóparnir og gerðu skemmtiatriði um foringjan sinn. Svo var haldinn mjög skemmtileg kvöldvaka og svo voru veitt viðurkenningar. Eftir þetta alt var gengið á ESSO og þar fengu allir mjög ljúfeingar pizzur. Við þökkuðum fyrir okkur og á leiðinni að bústaðnum áttum við ekki til orð hvað krakkarnir væru prúð og stillt. Er við komum að bústaðnum fórum við í heitapottinn, sem rétts svo rúmaði 5 manns og síðan í saununa (þar var i mestalagi pláss fyrir 4!) Röl´tuðum við síðan í OLÍS og þar hittum við 4 stelpur sem komu til okkar í skálan. Fórum við snemma að sofa og um morgunin var síðan lagt af stað suður. Þangað komum við um 15.
Þetta var frábær ferð, Allt heppnaðist mjög vel og eignuðumst við nía vini á Blönduósi!!!!