Loksins hef ég eithvað að skrifa um. :) Ég sem sagt var að labba frá Hveragerði til Reykjavíkur um helgina (14-15), eða ég var ekki að labba ein Hjálparsveitin í Hveragerði var að labba þangað með sjúkrabörur með sjúklingi í til að safna sér fyrir bíl. Land Cruser 70. Kostaði 4,5 millur með niðurfelldum sköttum. Planið var s.s að labba til reykjavíkur til að safna okkur peningum.
Jæja undirbúningurinn er búin að standa yfir MJÖG lengi en síðustu vikuna var mest að gera. Við gengum í hvert einasta hús í Hveragerði og söfnuðum áheitum og það gekk bara framar öllum vonum. Flest allir bæjarbúar tóku vel á móti okkur. Svo á föstudaginn þá byrjaði gamanið frá klukkan 11 um morgunin vorum við á fullu að fara í fyrirtæki og safna áheitum og vorum strax orðin þreitt þar sem að við vorum að mála skilti til klukkan tvo um nóttina. En þetta gekk allt bara vel! og um 4 leitið var allt að verða búið og við fórum að tínast heim til að fara í bað og tína dótið okkar saman. Klukkan 7 mættu svo allir niðrí Hjálparsveitarhús og var allt að verða tilbúið. Rútan kom sem að filgdi okkur og voru nokkrar stelpurnar mjög sáttar við rútuna þar sem að þett var Írafár rútan og strákarnir voru að vonast til að Birgitta myndi filgja með. Við röltum svo út í Eden og röðuðum upp öllum bílunum og sjúkrabörunum á milli og spenningurinn var orðin yfirþirmandi. Myndi okkur takast þetta eða ekki. Fjölmenni var komið til að filgja okkur út úr bænum og var þessu startað með tívolíbombu :o) Gangan gekk extra vel og vorum við komin upp kambana á 2,5 tímum. (skipt var 5 í 6 manna hópa og alltaf skipt á hálftímafresti) Við vorum með vind í bakið allan tíman og það kom bara rigning í 2-3 tíma af 14. Á meðan við vorum ekki að labba þá var bara hangið inn í rútu að glápa á DVD eða að reyna að hvíla sig þar sem að voru 12 kojur í rútuni. Suir þóttust líka bara vera að kvíla sig og voru bara inn í koju í nuddi og að fíflast! Við vorum um 3 tímum á undan áætlun og áttum að vera komin í TOYOTA umboðið í kópavogi klukkan 12. Vegna þess að við vorum svona fljót þá var tekin sú ákvörðun að stoppa á rauðavatni og bíða og leggja svo af stað klukkan 9 til að vera komin á réttum tíma í TOYOTA umboðið. Í pásuni reyndu sumir að sofa og voru ekki sáttir þegar þeir voru vaktir af einni sem að var bara OFVIRK! hm.. tekur til sín sem á! Hún fær það borgað seinna! En við lögðum svo aftur af stað um 9 leitið og löbbuðum breiðholtsbrautina og níbýlaveginn og að TOYOTA umboðinu. Þrátt fyrir pásuna vorum við 30 min á undan áætlun í TOYOTA umboðið og TOYOTA tók svo tignarlega á móti okkur með bakkelsi, kaffi og gosi og nýjum bíl og var miklu fargi af manni létt þegar við fórum inn.
En þó að bíllin væri komin í okkar hendur þá vorum við ekki komin heim. Þegar við vorum búin í myndartökum og öllu saman þá var tími til kominn að fara að koma sér heim. Við hrúguðum okkur aftur inn í bíla og rútur og létum líða úr okkur þreituna en á miðri hellisheiðini þá bilar rútan og kemst ekki lengra!! Við fengum aldrei að vita hvað það var en það gekk eithver kjaftasaga um að hún væri olíulaus. Þannig að þá nýttum við bara nýja bílinn og rútan var dregin til Hveragerðis. Þá fórum við á PIZZA og borðuðum okkur södd af PIZZA 67. Ekki var okkur óhætt að fara heim þótt að sumir hefðu smiglað sér heim í bað en við áttum að fara út í EDEN að selja TOYOTA boli til klukkan 4. En klukkan 4 fórum við á körfuboltaleik Hamar-Grindavík sem að hamar vann með 2 stigum. Ekki var allt búið enn heldur átti eftir að afferma rútuna og koma öllu í smat lag í hjálparsveitarhúsinu. Það gekk og fengum við þá þær gleðifréttir að sundlögin myndi opna fyrir okkur klukkan 7. Við fórum öll saman í sund og var mikið slegist og æslast í sundi til klukkan hálf 9. Þegar við vorum öll komin úr sundi fékk einn brálæðingurinn þá hugmynd að fara niðrí Hjálparsveitarhús að horfa á vídjóið sem að var tekið á leiðini og var mikið hlegið af því þar sem að sumir voru að rífast við suma þegar þreitan var mest! :o) HEHE!! En ég sofnaði yfir myndunum og fór heim um hálf 10 og ég var sko ekki síðust heim! Strákarnir voru niðfrá eithvað fram eftir.
En þetta var æðisleg ferð og skemmtum við okkur ÆÐISLEGA vel. Við viljum bara þakka öllum þeim sem að styrktu okkur og öllum þeim sem að stoppuðu til að tala við okkur.
Og vil ég þakka öllum þeim sem að komu með í þessa ferð fyrir frábæra skemtun!
Takk takk
Kv-Kittý!
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.