Núna um helgina lögðu um 20 gallvaskir skátar á aldrinum 11-14 ára í útilegu upp í Hverahlíð ásamt flokks- og sveitarforingjum sínum. Mæting var við skátaheimili okkar Vífla kl: 19.00 og haldið upp í Krísuvík á Rútunni hans Dalla.
En þegar þangað var komið þurftum við að labba frá afleggjaranum upp að skála af því að vegurinn að skálanum var eitt drullu svað. En það tók nú ekki langan tíma. Allir komu sér þæginlega fyrir á svefnloftinu áður en setningin hófst. Á setningunni sem haldin var úti, fengum við öll sprittkerti sem við ætluðum að kveikja á meðan við sungum Tendraðu lítið skátaljós en okkur tókst ekki alveg að kveikja á kertunum af því að það var svo mikill vindur. Svo þegar klukkan var um 12 leytið sofnuðu flest allir um leið og þeir lögðust á koddann.
Ræs var klukkan 8 á laugardeginum enda þurftum við að hafa nægan tíma til þessa að fara í alla dagskrána. Við fengum okkur að borða og fórum svo út í fána og morgunleikfimi sem var í sjórn Gísla. Eftir það allt fórum við í póstaleik og eldað úti, svo var haldið í 4 klukkutíma hike sem var alveg frábært. Við þurftum að vaða ár en einum stráknum tókst ekki alveg að vaðan ánna svo það endaði með því að hann datt ofan í hana og synti bara yfir. En þegar upp í skálann var komið hófust foringjarnir handa við að elda handa okkur hamborgar og borðuðum við þá með bestu list. Eftir það var gengið frá og svo var haldin frábær kvöldvaka undir stjórn Evu og Gísla. Allir flokkarnir sýndu skemmtiatriði. En eftir það fóru allir út í næturleik sem tókst mjög vel. Þegar hann var búinn vorum allir svo þreittir að þeir fengu sér smá búðing sem var í boði í kvöldkaffinu og fóru svo að sofa.
Á sunnudeginum vöknuðum við kl 9.30 og fengum okkur að borða og fórum í morgunleikfimi eins og deginum áður. Síðan fórum við í það að þrífa skálann og síðan í hádeginu fórum við út og elduðum okkur pasta á opnum eldi. En þegar því var lokið, lögðum við lokahönd á að þrífa skálann og löbbuðum svo upp á afleggjara þar sem Dalli kom á rútunni sinni að sækja okkur. Ég vona að sem flestum hafi fundist ferðin skemmtileg eins og mér.